Mikil tímamót: Staðfest smit voru 0 síðasta sólarhring

Blóðsýni sem notað er til að finna kórónaveiruna.

Mikil tímamót hafa orðið í útbreiðslu kórónuveirunnar covid-19 hér á landi með því að ekkert staðfest smit greindist sl. sólarhring, hvorki hjá veirufræðideild Landspítalans né Íslenskri erfðagreiningu.

Að venju birtust nýjar tölur á upplýsingasíðunni covid.is kl. 13 í dag.

Viljinn spurði Ölmu Möller landlækni að því í gær á upplýsingafundi Almannavarna, hvort ekki megi vonast til þess fljótlega að engin ný sýni greinist þar sem landið sé í reynd lokað og mjög dregið úr tíðni nýsmita.

Hún svaraði því til að auðvitað væru sóttvarnayfirvöld að vonast eftir slíku, en ómögulegt væri að segja hvort slíkt myndi gerast eða hvenær.

En það hefur einmitt nú gerst og markar sannarlega tímamót í veirufaraldrinum hér á landi.