Mistök að hafa ekki borið umsókn um aðild að ESB undir þjóðina

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Viljinn: Rúnar Gunnarsson.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það hafi verið mistök af hálfu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna að sækja um aðild að Evrópusambandinu árið 2009 án þess að það hafi verið borið fyrst undir þjóðina.

Þetta kom fram í svari Katrínar við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, á Alþingi í dag. Hún benti á að hún hefði greitt atkvæði með aðildarumsókninni á sínum tíma og felld hefði við tillaga um að setja málið fyrst í þjóðaratkvæði. Hún væri þeirrar skoðunar að með því hefðu verið gerð mistök.

Sigmundur Davíð rifjaði upp að í forsætisráðherratíð sinni hefði aðildarumsókn Íslands að ESB verið dregin til baka og boðaði hann þingsályktunartillögu á næstu dögum, þar sem því verði fagnað að umsóknin hafi verið afturkölluð og áréttað að ekki verði aftur sótt um aðild nema þjóðin ákveði slíkt.