Myndir af óveðri: Þakið af húsi á Kjalarnesi og ótrúlegt hvassviðri, yfir 60 m/sek

Óveðrið sem gengur yfir landið kemur einna harðast niður á íbúum á Kjalarnesi. Þar hefur vindur í nótt og morgun farið yfir 60 metra á sekúndu og björgunarsveitarmenn verið önnum kafnir við að aðstoða íbúa vegna fjúkandi hluta, t.d. hafa þakplötur fokið af húsum og í Jörfagrund fór hluti af þaki af húsi, eins og sést á þessari mynd sem Ásta Jón­ína Ingvars­dótt­ir, íbúi í götunni tók í morgun og Viljinn fékk leyfi til að birta.

Rúður hafa sprungið og orðið að negla fyrir, eins og sést á þessari mynd sem Guðmundur Guðlaugsson, eigandi Esjuskálans tók þessa og gaf leyfi fyrir því að nota.