Nauðsynlegt að upplýst verði um hótanir Vinstri grænna

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýr dómsmálaráðherra. / Viljinn: Rúnar Gunnarsson.

Mannréttindadómstóll Evrópu, Vinstri græn, forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir, nýr dómsmálaráðherra, þingheimur allur og umræðan almennt fær fyrir ferðina í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag, þar sem ritstjórinn Davíð Oddsson, fv. forsætisráðherra, heldur á penna.

„Nú síðast varð að þvinga ráðherra til að axla ábyrgð á niður­stöðu mik­ils meiri­hluta þings­ins án taf­ar, enda hlyti hún að geta syrgt móður sína þegar bet­ur stæði í bælið hjá belg­ingsliði. Allt var það hátta­lag til hinn­ar mestu skamm­ar,“ segir forsætisráðherrann fyrrverandi og vísar þar til þess að Sigríður Á. Andersen missti móður sína, daginn áður en dómur féll í Strassborg og tveimur dögum áður en hún sagði af sér.

Davíð bendir á í bréfinu, að Íslendingar séu ekki bundnir af niðurstöðum Mannréttindadómstólsins í Strassborg.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gyfadóttir kemur á þingflokksfund./ Viljinn: Erna Ýr Öldudóttir.

„Hvað þýðir það og hvaða þýðingu hef­ur það? Það vill svo til að í þessu til­viki þýðir það ná­kvæm­lega það sem það seg­ir. Íslend­ing­ar eru ekki bundn­ir af niður­stöðum þessa dóm­stóls og þess vegna er eins og hver ann­ar kjána­hátt­ur að hafa fyr­ir því að áfrýja svo vit­lausri niður­stöðu. Með því gæti virst að ein­hverj­ir bjálf­ar í ráðuneyti, og þar er eng­inn skort­ur, hafi skrökvað því að ráðherr­um að Ísland sé bundið af dóm­stóln­um. Því ráði Lissa­bon­sátt­mál­inn sem marg­ir ís­lensk­ir emb­ætt­is­menn starfa í raun eft­ir en ekki þessu skiteríi sem 98 pró­sent þjóðar­inn­ar samþykktu og staðfest var á Þing­völl­um 17. júní 1944. All­stór hluti þingt­indáta og úr óþægi­lega mörg­um flokk­um virðist telja í hjarta sínu að best væri að Ísland yrði bundið á alla þá klafa og bása sem hægt sé að binda það á. En stjórn­ar­skrá­in hef­ur enn að mestu komið í veg fyr­ir það og enn er hún mun virðing­ar­verðari staður en fyrr­nefnt hjarta í tindát­anna,“ segir hann.

Og hinn nýi dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fær sína sneið í bréfinu:

„Yf­ir­lýs­ing­ar ráðherra um „áfrýj­un“ eru ein­hvers kon­ar mein­loka sem ein­hverj­ir hafa komið inn hjá hon­um, von­andi þó ekki þeir sömu sem séð hafa hon­um fyr­ir öll­um villu­ljós­un­um varðandi orkupakka sem hef­ur verið dap­ur­legt að horfa upp á, ekki síst fyr­ir þá sem höfðu vænt­ing­ar til þessa ráðherra.

Varla felst í áfrýj­un­ar­tal­inu fyr­ir­heit ráðherr­ans um að hann muni telja sig bund­inn af niður­stöðu þeirr­ar áfrýj­un­ar? Sé svo þá verður ekki kom­ist hjá því að ætla að ráðherr­an­um sé enn meira upp­sigað við ís­lensku stjórn­ar­skrána en hollt er eða skilj­an­legt.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra / Viljinn: Rúnar Gunnarsson.

Þess utan hef­ur þessi ráðherra nú tví­veg­is skrifað und­ir eft­ir­far­andi yf­ir­lýs­ingu á Bessa­stöðum: „Ég und­ir­rituð sem skipuð er ráðherra í rík­is­stjórn Íslands lofa hér með og heiti því að halda stjórn­skip­un­ar­lög lands­ins og gegna trú­lega og dyggi­lega skyld­um þeim er fram­an­greint embætti og veit­ing­ar­bréf mitt leggja mér á herðar.“

Það hef­ur aldrei verið liðið að einn flokk­ur í sam­steypu­stjórn krefj­ist þess að ráðherra ann­ars flokks víki úr rík­is­stjórn­inni eða reyni að hafa af­skipti af vali annarra stjórn­ar­flokka á þeirra ráðherr­um.

Þetta lof­orð við þjóð sína er ekki hægt refsi­laust að teygja til eða toga og það gera menn varla held­ur þótt þeir eigi það ekki við annað en sam­visku sína. Hún er mörg­um nokk­urs virði.“

Upplýsa þarf þátt Vinstri grænna

„Það hef­ur verið haft til skýr­ing­ar eða til af­sök­un­ar á því að dóms­málaráðherr­ann alsak­laus sagði óvænt embætti sínu lausu, að það hafi gerst vegna þess að henn­ar eig­in flokk­ur hafi látið und­an kröf­um for­ystu­manna annarra stjórn­ar­flokka um af­sögn.

Því er vissu­lega mjög erfitt að trúa, en þarf að fá upp­lýst svo eng­inn vafi ríki á. Það hef­ur aldrei verið liðið að einn flokk­ur í sam­steypu­stjórn krefj­ist þess að ráðherra ann­ars flokks víki úr rík­is­stjórn­inni eða reyni að hafa af­skipti af vali annarra stjórn­ar­flokka á þeirra ráðherr­um.

Bréf­rit­ari minn­ist aðeins eins at­viks frá nærri 15 ára sam­felldri stjórn­ar­setu þar sem það gat virst að verið væri, með óljós­um til­b­urðum þó, að ýja að slíku. Þótt ekk­ert væri sagt áttaði viðkom­andi sig strax á að ekki væri ráðlegt að leggja lengra út á þá braut.

Frá blaðamannafundi dómsmálaráðherra þar sem hún tilkynnti afsögn. / Viljinn: Erna Ýr Öldudóttir.

Það sem ger­ir það hins veg­ar nauðsyn­legra en ella að gert sé hreint fyr­ir þess­um dyr­um er að for­sæt­is­ráðherr­ann hef­ur svarað spurn­ing­um um end­ur­komu ráðherr­ans með ein­kenni­leg­um hætti, og látið eins og hún hafi eitt­hvað með það mál að gera, fyr­ir utan formsþátt­inn.

Fjöl­miðlar greindu frá því að eft­ir að Sig­ríður And­er­sen hafði sagt af sér („stíga til hliðar“ er vill­andi) þá hefði Katrín for­sæt­is­ráðherra verið spurð hvort Sig­ríður ætti aft­ur­kvæmt í rík­is­stjórn. Og að hún hefði svarað: „Það er ekki tíma­bært að segja til um það.“ Rétta svarið var að það atriði væri al­gjör­lega mál Sjálf­stæðis­flokks­ins,“ segir Davíð ennfremur og bendir á, að þótt þetta svar ráðherr­ans virðist sak­leys­is­leg, veki orð forsætisráðherrans undrun.

„Það er ekki göm­ul saga að mjög flísaðist úr þing­flokki VG í síðustu stjórn­arþátt­töku flokks­ins þannig að rík­is­stjórn­in hafði misst meiri­hluta sinn á miðju því kjör­tíma­bili, en sat þreytt, löskuð og lömuð áfram í trausti þess að þing­menn smá­flokka, sem vitað var að hyrfu af þingi um leið og kjós­end­ur næðu til þeirra, myndu tryggja eigið viður­væri eins lengi og þeir gætu. Seinkaði þetta ábyrgðarleysi Jó­hönnu og Stein­gríms því að Ísland kæm­ist eins fljótt á lapp­ir og kost­ur var.

Eng­um dett­ur í hug að VG sé spennt fyr­ir kosn­ing­um núna. Og tal um mynd­un fimm flokka vinstri­stjórn­ar í verk­falls­hrinu og hót­un­um er und­ar­legt. Vilji VG í slíka stjórn með Pír­öt­um og öðru smælki ætti eng­inn að setja fót sinn fyr­ir það. Sú stjórn myndi springa með tilþrif­um og slá hraðamet stjórn­ar­inn­ar sem sprakk, hugs­an­lega út af ein­hverju, eft­ir því sem best er vitað.

Það yrði ekki upp­skrift að bjartri framtíð fyr­ir VG,“ segir Davíð ennfremur og vitnar þar til örlaga Bjartrar framtíðar, sem sleit stjórnarsamstarfi á næturfundi, sem kunnugt er, og hefur lítið spurst til þeirra síðan.