Einn sjúklingur lést á síðasta sólarhring á Landspítala vegna kórónuveirunnar Covid-19.
Frá þessu er greint á vef Landspítalans, þar sem fjölskyldu hins látna er vottuð samúð.
Alls hafa þá níu manns látist hér á landi af völdum sýkingarinnar.
Nú hafa 1.754 greinst með staðfest smit hér á landi. Sex eru á gjörgæslu og 35 inniliggjandi á sjúkrahúsi. 1.224 hafa náð bata og búið er að skima ríflega tíu prósent þjóðarinnar fyrir veirunni á vegum heilbrigðisyfirvalda og Íslenskrar erfðagreiningar.