Norðmenn deila við ESA um yfirráð ríkisins yfir vatnsaflsvirkjunum

Gríðarmiklar vatnsaflsvirkjanir er víða að finna í Noregi, eins og hér á landi.

Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs hafnar því í svari til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) þann 4. maí, að framleiðsla vatnsafls geti verið háð þjónustutilskipun Evrópusambandsins (ESB). Frá þessu greinir norski miðillinn abcnyheter. 

Í því tilviki þýðir það m.a. að allir fjárfestar frá ESB- eða EES-löndum gætu átt norska vatnsaflsvirkjun. Uppbygging og rekstur vatnsaflsvirkjana er ekki þjónusta eins og skilgreint er í þjónustutilskipun ESB, en nýting náttúruauðlinda er ákveðin nánar af ríkisstjórn landsins.

ESA, með tillögu sinni í bréfi dagsettu 30. apríl, gæti komið í veg fyrir áætlun Norðmanna um að hið opinbera, með nokkrum tímabundnum undantekningum, eigi vatnsorkuna.

Það liggur nú á borði ESA að taka tillit til þess hvort stofnunin samþykki afstöðu Norðmanna eða reyni að afturkalla leyfisveitinguna, þar með talda endurheimt einkavirkjana til ríkisins. Ef ESA stendur fast á sínu, þá mun málið að lokum þurfa að verða leyst fyrir EFTA-dómstólnum í Lúxemborg.

Eignarhald ríkisins hefur verið tryggt

Ráðuneytið hafnaði því að þjónustutilskipun ESB hafi eitthvað að gera með leyfisveitinguna og er ósammála því að reglurnar séu í bága við ákvæði um frjálsan rétt til staðfestingar.

Ráðuneytið minnti á að í undirbúningi fyrir innleiðingu þjónustutilskipunar ESB í norskum þjónustulögum, var gert ráð fyrir að framleiðsla vatnsafls sé ekki þjónusta, skv. skilgreiningu tilskipunarinnar.

Noregur hefur frá árinu 1909 haft löggjöf sem tryggir norskt eignarhald á vatnsafli. Þetta hefur m.a. falið í sér endurkröfu, það er, að einkavirkjanir sem voru byggðar eftir árið 1909, þurfi að lokum að færa til ríkisins án endurgjalds. ESA hefur áður gert atlögu að þessum skilmálum og árið 2007 samþykkti EFTA-dómstóllinn að banna lögin í sinni upprunalegu mynd.

Í úrskurði EFTA-dómstólsins kom fram að það sé löglegt með fullu opinberu eignarhaldi. Með þáverandi ríkisstjórnarfulltrúa, Fredrik Sejersted, í fararbroddi breytti Noregi lögum svo að öll yfirráð yfir vatnsorku skuli í grundvallaratriðum skuli vera opinber, sem ESB hefur samþykkt, þar til nú.