„Ný vís­indi fyr­ir mér ef far­ald­ur eins og þessi dreif­ist ekki mest meðal barna“

Dr. Vilhjálmur Ari Arason.

Dr. Vil­hjálm­ur Ari Ara­son læknir, sem situr í sóttvarnaráði sem fulltrúi heilbrigðisráðherra, furðar sig á því að ráðið hafi ekki verið kallað saman síðan um miðjan febrúar vegna Kórónaveirufaraldursins. Hann hefur hvatt til fundar hjá ráðinu, en engin svör fengið.

Vilhjálmur, sem er með doktorsgráðu í læknisfræði frá Háskóla Íslands og hefur m.a. starfað sem heimilislæknis, klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og sérfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans, hefur setið í sóttvarnaráði um árabil. Hann var fyrst skipaður í ráðið 2003 af heilbrigðisráðherra og svo aftur 2017.

Í Morgunblaðinu í dag bendir Vilhjálmur á að sóttvarnaráð eigi fyrst og fremst að vera heilbrigðisráðherra og sóttvarnalækni til ráðgjafar ef mikil vá steðjar að. Á fundinum í febrúar hafi sóttvarnalæknir fengið fullan stuðning miðað við fyrirliggjandi áætlanir og eftir því aðgerðastigi hafi síðan verið keyrt. „Ég held að það séu flest­ir sam­mála um að þetta hef­ur lukk­ast vel en ég held engu að síður að sam­ráð sé af hinu góða,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Ari í samtali við blaðið.

Meðal þeirra atriða sem Vil­hjálm­ur hefði kosið að rædd yrðu í sótt­varn­aráði er hvort rétt sé að halda skól­um og leik­skól­um opn­um í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um. „Það eru ný vís­indi fyr­ir mér ef far­ald­ur eins og þessi dreif­ist ekki mest meðal barna,“ seg­ir hann meðal ann­ars.

Annað sem hann hefði viljað ræða á þess­um vett­vangi er hug­mynd­ir tveggja heimilislækna sem vildu loka norðaust­ur­horni lands­ins fyr­ir um­ferð til að hefta að veir­an bær­ist þangað.

Viljinn birti einmitt viðtal við annan þessara lækna í vikunni og gagnrýndi hann þar afstöðu sóttvarnalæknis harðlega.