Konráð S. Guðjónsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður ríkisstjórnar og mun bera starfstitilinn efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar.
Konráð er hagfræðingur með B.Sc. gráðu frá Háskóla Íslands og M.Sc. frá Warwick-háskóla. Hann hefur verið aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra og þar áður fjármála- og efnahagsráðherra frá því í nóvember sl. Áður starfaði Konráð m.a. sem aðalhagfræðingur Arion banka, hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og tímabundið sem efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins. Þá hefur hann sinnt kennslu við Háskóla Íslands, starfað hjá Hagfræðistofnun og við þróunarsamvinnu í Úganda og Tansaníu.