Nýr opinn EES gagnagrunnur þar sem EES-gerðir eru aðgengilegar á einum stað verður kynntur formlega á morgun um leið og upplýsingaveita um Evrópska efnahagssvæðið verður sett í loftið.
Á morgun efnir utanríkisráðuneytið til morgunfundar um samstarf í málefnum Evrópska efnahagssvæðisins ásamt Alþýðusambandi Íslands og Samtökum atvinnulífsins. Fundurinn er haldinn á Grand hótel Reykjavík frá klukkan 8:30 til 10:00.
Rætt verður hvernig atvinnulífið og launþegasamtök geta haft áhrif á mótun löggjafar á EES svæðinu og hvernig auka megi samstarf hér á landi um málefni sameiginlega markaðarins.
Opnunarávarp: Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra
Erindi:
- Mikilvægi EES fyrir atvinnulífið: Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, og Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA.
- Vannýtt tækifæri og hagsmunir launafólks: Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ.
- Kynning á opna EES gagnagrunninum og upplýsingaveitu um EES samstarfið: Kristín Halla Kristinsdóttir, sérfræðingur á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytis.
Í framhaldi fara fram pallborðsumræður:
- Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga
- Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins
- Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands
- Nikulás Hannigan, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins
Fundarstjóri: María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og greiningardeildar utanríkisráðuneytisins.