Óánægja í framsókn: „Kannski hráa kjötið sprengi stjórnina“

Þórey Anna Matthíasdóttir leiðsögumaður og áhrifakona í Framsóknarflokknum.

„Ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn hrynji út af þingi í þremur landsbyggðarkjördæmunum. Þessu spáir mitt pólitíska nef til 34 ára. Nú hlær Viðreisn, því þeir eru hreinlega ekkert að stíla inn á landsbyggðarkjördæmi.

Það yrði einstakt að hrátt innflutt kjöt yrði það sem myndi gera Sjálfstæðisflokkinn að smáflokki,“ segir Þórey Anna Matthíasdóttir, leiðsögumaður og fv. formaður Landssambands framsóknarkvenna, en hún er eins og margir framsóknarmenn mjög ósátt við framkomið frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um heimild til að flytja inn ófrosið kjöt, ógerilsneidda mjólk og egg til landsins.

„Ég á eftir að sjá að minn flokkur samþykki þetta. Tel að það verði aldrei. Kannski hráa kjötið sprengi stjórnina,“ bætir Þórey Anna við.