Óánægja magnast innan Sjálfstæðisflokksins vegna þriðja orkupakkans

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.

„Ætli einhver einhverstaðar sé hugsi yfir því að mesti stuðningur við baráttumál þingflokks Sjálfstæðisflokksins er úr röðum Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata? Er það ekki vísbending um að maður hafi á röngu að standa þegar maður er sammála þessum flokkum?“

Þessari spurningu veltir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi og fv. bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, upp á fésbókinni í dag. Tilefnið er skoðanakönnun MMR frá í gær um að Evrópusinnar séu helstuð stuðningsmenn þriðja orkupakkans, en bakland ríkisstjórnarinnar sé innleiðingu hans andsnúið.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi.

Elliði er að mörgum talinn ein helsta vonarstjarna Sjálfstæðisflokksins til framtíðar litið. Tveir fyrrverandi forystumenn flokksins tjá einnig sterka andstöðu sína við orkupakkann í dag; Sturla Böðvarsson, fv. ráðherra og forseti Alþingis og Davíð Oddsson, fv. formaður flokksins og forsætisráðherra. Sá síðarnefndi beinir spjótum sínum sérstaklega að Bjarna Benediktssyni formanni flokksins og segir kúvendingu hans í málinu vera eins og skrattann úr sauðaleggnum.

Var harður stuðningsmaður EES

„Á fyrsta kjör­tíma­bili mínu sem alþing­ismaður tók ég þátt í að fjalla um og samþykkja EES-samn­ing­inn og þá lög­gjöf sem hon­um fylgdi og var af­greidd árið 1993. Í lög­un­um seg­ir m.a.: Samn­ingsaðilar; eru sann­færðir um að Evr­ópskt efna­hags­svæði muni stuðla að upp­bygg­ingu Evr­ópu á grund­velli friðar, lýðræðis og mann­rétt­inda. Strax í upp­hafi hafði ég sterka sann­fær­ingu fyr­ir því að þetta sam­starf væri okk­ur Íslend­ing­um mik­il­vægt. Og í ljósi þess að við héld­um full­komn­um yf­ir­ráðum yfir auðlind­um hafs­ins inn­an fisk­veiðilög­sögu okk­ar var eng­inn vafi í mín­um huga að sam­starfið við þess­ar vinaþjóðir okk­ar væri besti kost­ur okk­ar. Betri kost­ur en aðild að Evr­ópu­sam­band­inu sem vissu­lega hef­ur komið í ljós,“ segir Sturla Böðvarsson, fv. forseti Alþingis, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir þar að þró­un­in inn­an Evr­ópu­sam­starfs­ins hafi valdið vor­brigðum og vænt­an­leg út­ganga Breta kall­i fram spurn­ing­ar og mik­illi tor­tryggni gagn­vart Evr­ópu­sam­starf­inu. Of­ur­vald stórþjóðanna svo sem Þjóðverja og Frakka inn­an EES gagn­vart fá­menn­ari þjóðunum virðist ganga úr hófi.

„Umræðan á Alþingi og um allt sam­fé­lagið síðustu vik­ur um svo­kallaðan þriðja orkupakka hef­ur verið mögnuð. Þessi þriðji orkupakki legg­ur til­tekn­ar skyld­ur á okk­ar herðar og fær­ir okk­ur von­andi ein­hver rétt­indi í sam­starfi þjóðanna. En þessi um­fjöll­un hef­ur magnað upp óánægju sem ekki sér fyr­ir end­ann á.

Það hef­ur ekki auðveldað já­kvæða af­stöðu til máls­ins af minni hálfu að verða þess var að for­svars­menn Sam­fylk­ing­ar og Viðreisn­ar leggja of­urá­herslu á að samþykkja þriðja orkupakk­ann án nokk­urs fyr­ir­vara. Þeir flokk­ar stefna bæði leynt og ljóst að inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið gef­ist færi til þess. Það er því rík ástæða til þess að fara að öllu með gát og tryggja hags­muni okk­ar svo sem var gert svo vel árið 1993 og þá ekki síst hvað varðar fisk­veiðar og sjáv­ar­auðlind­ina sem við eig­um og ráðum yfir.

Sturla Böðvarsson, fv. forseti Alþingis og ráðherra.

Nýt­ing orku­linda okk­ar hef­ur gef­ist vel og er okk­ur mik­il­væg. Orkupakk­an­um er ætlað að setja okk­ur regl­ur hvað varðar vinnslu og dreif­ingu raf­orku og þá vænt­an­lega í þeim til­gangi að tryggja hags­muni neyt­enda á grund­velli hins frjálsa markaðar.

Ef okk­ur tekst að halda áfram að byggja upp orku­fyr­ir­tæk­in og þá einkum hjá Lands­virkj­un, Rarik og Orku­búi Vest­fjarða með virkj­un vatns­afls, virkj­un jarðvarma, virkj­un vindorku og virkj­un sjáv­ar­falla munu lík­urn­ar aukast á því að það verði okk­ur hag­fellt að selja raf­ork­una um sæ­streng til ná­lægra landa. Því er það mik­il­væg­ast fyr­ir okk­ur að tryggja hags­muni okk­ar þegar sæ­streng­ur hef­ur verið lagður.

Það er ófor­svar­an­legt að samþykkja þriðja orkupakk­ann án þess að það liggi fyr­ir hvað ger­ist á orku­markaði á Íslandi þegar sæ­streng­ur hef­ur verið lagður og orku­sal­an hefst. Það hef­ur eitt og sér eng­an til­gang að við ráðum því hvort sæ­streng­ur verði lagður ef orku­markaðsmá­l­in verða um leið tek­in úr okk­ar hönd­um þegar sala hefst um sæ­streng. Þess­ari spurn­ingu verða ráðherr­ar að svara áður en lengra verður haldið enda virðist Lands­virkj­un gera ráð fyr­ir lagn­ingu sæ­strengs svo sem sjá má á heimasíðu fé­lags­ins,“ segir Sturla ennfremur í grein sinni.

Hótanir og hræðsluáróður eru ósannindi

„Það er ónota­legt að sjá hvernig sum­ir þeir, sem maður síst vildi, hafa hagað sinni umræðu um hinn svo­kallaða orkupakka. Og það bæt­ir ekki úr að erfitt er að sjá af mál­flutn­ingi þeirra hver sé ástæðan. Þeir full­yrða að málið sé smátt í sniðum, það hafi nán­ast enga þýðingu og snú­ist í raun­inni ekki um neitt. Og að því leyti sem það snú­ist um eitt­hvað þá sé í raun­inni fyr­ir löngu búið að af­greiða þau atriði!“

Þetta skrifar Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fv. forsætisráðherra í Reykjavíkurbréfi blaðsins um helgina. Hann gagnrýnir þar samherja sína fyrir að berjast á hæl og hnakka og veit­ast jafn­vel að göml­um vin­um sín­um við að koma þess­um „orkupakka“ í gegn, og vísa ekki í aðra skýr­ingu en sinn eig­in ótta.

Davíð segir að staða Sjálfstæðisflokksins sé orðin þyngri en tárum taki. Kannanir sýni að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé kom­inn niður und­ir 20 pró­senta fylgi þótt hið ytra póli­tíska um­hverfi ætti að vera hag­stætt.

„Þótt hálf­ur ára­tug­ur sé liðinn frá óvæntri og óút­skýrðri kúvend­ingu í Ices­a­ve, sem feykti burt fylg­inu, hef­ur það ekki skilað sér aft­ur. Hef­ur flokk­ur­inn þó verið í ýms­um sam­steypu­stjórn­um síðan. Því er hampað að pakka­málið sé of flókið fyr­ir al­menn­ing og þess vegna sé áhug­inn á því minni en látið sé í veðri vaka.

Ekki vantaði að Ices­a­ve væri upp­fullt af flókn­um orðum og kynn­ing­in og offors yf­ir­valda var ámóta ógeðfellt og núna. Jó­hanna lagði samn­ing­inn fyr­ir rík­is­stjórn og þing­flokka til samþykkt­ar án þess að þýða hann. Það var ekki fyr­ir nema þaul­vana að átta sig á um hvað var að ræða.

Þing­flokk­ur sjálf­stæðismanna kyngdi þessu óláns­máli nú í krafti fyr­ir­vara sem nú er ljóst að eru ekki til sem slík­ir.

Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og borgarstjóri er ritstjóri Morgunblaðsins.

Ekki vantaði þá að beitt væri ósvífn­um full­yrðing­um við Ices­a­ve-svik­in þótt eng­inn hefði verið svo frum­leg­ur þá að fagna þeim sem „lofs­verðum blekk­ing­um“. En al­menn­ing­ur reynd­ist ekki jafn vit­laus og stjórn­mála­menn­irn­ir stóluðu á og virðast stóla á nú, eins og ný­leg um­mæli um að þeir sem (að eig­in sögn í könn­un­um) hafi kynnt sér pakka­málið best séu já­kvæðast­ir fyr­ir því! Þetta þótti fagnaðarefni þótt í þess­um hópi vitr­ing­anna hafi meiri­hlut­inn einnig verið á móti mál­inu eins og í hópi hinna sem minna vissu (deplorable kenn­ing­in).

En kannski fólst það helst í því að sá hóp­ur sem gaf sjálf­um sér þá ein­kunn að vera vel upp­lýst­ur hafði „keypt“ hinar „lofs­verðu blekk­ing­ar“.

Nauðsyn­legt er að fara ræki­lega yfir það, hvort nokk­ur maður hafi sagt við umræður um EES-samn­ing­inn, að vildu Íslend­ing­ar ein­hverju sinni nota rétt sinn til að hafna inn­leiðingu til­skip­ana sem þeim hentaði ekki, þá myndi sá samn­ing­ur riða til falls. Hér skal full­yrt að þess­ar hót­an­ir og hræðslu­áróður eru ósann­indi. Og þó er þessi hót­un eina af­sök­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar fyr­ir því að keyra þetta vara­sama mál í gegn. Und­ir­bún­ing­ur þess er í skötu­líki og eng­um til sóma sem að því kom.

Í heilt ár hafa staðið mjög af­ger­andi yf­ir­lýs­ing­ar for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins á Alþingi um málið. Fyr­ir tveim­ur vik­um eða svo kom önn­ur yf­ir­lýs­ing eins og skratt­inn úr sauðarleggn­um án þess að út­skýrt væri hvað hefði breyst.

Við svo búið get­ur ekki staðið. Varla hafa hinar „lofs­verðu blekk­ing­ar“ sveiflað flokkn­um í heil­an hring,“ skrifar Davíð ennfremur.