Óli bar sigurorð af þingflokksformanninum

Óli Halldórsson, sveitarstjórnarmaður á Húsavík, er nýr oddviti Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, en hann var sigurorð af Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, þingflokksformanni VG, í rafrænu forvali flokksins sem fór fram 13.-15. febrúar sl. Sitjandi oddviti, Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og fv. ráðherra og formaður og stofnandi flokksins, hefur ákveðið að hætta í stjórnmálum.

Valið var í efstu fimm sæti á framboðslista hreyfingarinnar í alþingiskosningunum sem fram fara í haust. 

Niðurstaða forvalsins er eftirfarandi:

1. sæti Óli Halldórsson með 304 atkvæði í 1. sæti

2. sæti Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir með 293 atkvæði í 1.-2. sætið

3. sæti Jódís Skúladóttir með 297 atkvæði í 1.-3. sæti

4. sæti Kári Gautason með 337 atkvæði í 1.-4. sæti

5. sæti Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir með 322 atkvæði í 1.-5. sæti

12 voru í framboði

Á kjörskrá voru 1042

Atkvæði greiddu 648

Kosningaþáttaka var 62%   

Auðir seðlar og ógildir voru 0

Kjörstjórn leggur fram lista með 20 frambjóðendum fyrir kjördæmisþing til samþykktar í samræmi við lög og stefnu hreyfingarinnar.