Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ávarpaði þjóðina í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi vegna eldgossins við Grindavík. Þar sagði hann að nú þurfi öll okkar framtíðaráform að taka mið af því að öflugt umbrotaskeið virðist hafið á Reykjanesskaga.
„En við munum ekki gefast upp. Grindvíkingar hafa reynst æðrulausir og þrautseigir: það er skylda okkar allra að tryggja að þeir geti áfram sýnt sjálfum sér og öðrum hvað í þeim býr, að þeir geti áfram átt heimili, notið öryggis og leyft sér að horfa björtum augum fram á veg. Þetta gerum við saman, við Íslendingar.“
Ávarpið má lesa hér á íslensku og á ensku.