Sigmundur Davíð: Örvæntið eigi vegna bráðnandi jökla

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.

Eftirfarandi grein eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins og f.v. forsætisráðherra, birtist í breska miðlinum Spectator í dag. Viljinn snaraði yfir á íslensku.

Er Ísland í fremstu víglínu hlýnunar jarðarinnar? Ykkur verður fyrirgefið fyrir að halda það. Við höfum öll séð heimildarmyndirnar þar sem grátbólgnir fréttamenn standa hættulega nálægt bráðnum jöklum. Í ágúst var jafnvel útför haldin fyrir fyrsta íslenska jökulinn sem „glataðist vegna loftslagsbreytinga“. Erlend fyrirmenni heimsækja nú varla landið mitt án þess að fara í bíltúr til að verða vitni að „hryllingnum“ á því sem er að gerast. Þeir snúa aftur heim og segja sögur af því hvernig þeir hafa séð áhrif loftslagsbreytinga með eigin augum. En sannleikurinn er sá að Bráðnun jökla Íslands eru ekkert til að örvænta yfir.

Ég er ekki „loftslagsafneitari“. Mér er ljóst að hækkandi koltvísýringsmagn hefur áhrif á jörðina. Minni ísþekja var á norðurskautssvæðinu í síðasta mánuði en í októbermánuði síðan gervihnattamælingar hófust fyrir 41 ári. Loftslagið breytist en menn aðlagast. Í stað þess að örvænta, ættum við að nálgast þetta ástand á vísindalegum og skynsamlegum grundvelli.

Er nauðsynlegt að fórna siðmenningunni til að bjarga jörðinni?

Sumar áköf umhverfissamtök tala um ótta við fordæmingu eða nauðsyn þess að fórna árangri nútíma siðmenningar, ef við ætlum að bjarga jörðinni. Ísland sýnir að þetta er bull. Heimaland mitt er ungt land; það byggðist upp fyrir rúmlega 1.000 árum. Fyrir vikið býður það upp á einstaka innsýn í samband manns og náttúru, þó ekki á þann hátt sem almennt er kynntur í fjölmiðlum.

Tökum bráðnun jökla Íslands. Að jöklar bráðni er alls ekki óeðlilegt. Reyndar skilgreinir þetta ferli jökul: þeir hreyfa sig. Jöklar brotna við brúnir sínar þegar ís hleðst upp nær miðjunni. Það er sjónarspil sem við höfum orðið vitni að á Íslandi síðan fyrstu landnemarnir komu á níundu öld.

Hvað með Ok jökulinn, hvers andlát var harmað opinberlega yfir sumarið? Ok var lítill fjallsjökull sem hafði verið að dragast saman í áratugi. Hann var fyrst og fremst þekktur fyrir sitt óvenjulega nafn, og vakti fyrir það athygli barna í landafræðikennslu.

Okið var meira eða minna horfið fyrir hálfri öld

Ég sá hann fyrst sem strákur í skólaferðalagi og þegar ég kom aftur til hálendisins sem ungur maður hafði ég áhyggjur af því að uppgötva að jökullinn sem ég mundi eftir úr barnæsku var vart sjáanlegur. Á aðeins áratug, eða tveimur, virtist hann hafa minnkað verulega að stærð. En þá frétti ég að þetta var ekkert nýtt; stóran hluta 20. aldar hafði jökullinn verið að dragast saman. Árið 1901 mældist hann 38 ferkílómetrar að stærð; árið 1978, var hann aðeins þrír. Þannig að jökullinn sem fékk grafskrift sína lesna upp í ágúst var reyndar meira eða minna horfinn fyrir hálfri öld.

Þetta gætu virst vera dapur örlög jökuls sem hafði aðeins náð 700 ára aldri. En sumir af jöklum Íslands eru nú talsvert stærri en þegar landið var fyrst numið fyrir fyrir öldum saman. Jöklar Íslands náðu hámarki í kringum árið1890. Þegar jöklarnir voru að stækka og lögðu undir sig það sem áður höfðu verið græn engi og bújarðir, hefði fólkið sem missti við það heimili sín varla orðið miður af þeirri hugsun að einn daginn gæti sú þróun snúist við .

Það er ekki verið að segja að við ættum ekki að hafa áhyggjur af breyttu loftslagi. Ég hef upplifað það sjálfur. Á bernskuárum mínum í Reykjavík upplifðum við oft vetur þar sem við bösluðum við að grafa í gegnum snjóinn til að komast út úr húsi. Nú líða heilu veturnir þar sem varla fellur snjór í höfuðborginni. Á móti höfðu fyrri áratugir verið miklu hlýrri en á áttunda og níunda áratugnum þegar ég ólst upp.

Ísland er land stöðugra umbreytinga náttúrunnar

Við Íslendingar höfum orðið vitni að miklum breytingum á náttúrufari okkar. Ísland er land mikilla og stöðugra breytinga í náttúrunni og við verðum að laga okkur að þeirri staðreynd. Við gerum okkur grein fyrir því að menn þurfa að virða náttúruöflin, en sagan hefur líka sýnt okkur mátt hugvits mannanna og færni okkar til að lifa af.

Við vitum frá miðöldum, úr Landnámabók Ara fróða að þegar Ísland byggðist var það þakið skógi „frá fjalli til fjöru“. Þetta var löngu áður en Ísland varð þekkt fyrir skógleysi (Sbr. brandarinn: Hvað gerirðu ef þú villist í íslenskum skógi? Svar: Þú stendur upp).

Íslendingasögurnar sýna hvernig við þurfum að laga okkur að síbreytilegum náttúruöflunum og byggja samfélög okkar á almennri skynsemi frekar en hjátrú eða ótta.

Árið 1000 kom Alþingi Íslendinga saman til að leysa grundvallarmál sem lá við að ylli borgarastyrjöld: Hvort taka ætti upp kristni eða ekki. Samkvæmt Kristni Sögu, eftir að talsmenn kristninnar höfðu flutt mál sitt, kom maður hlaupandi til að tilkynna að eldgos væri byrjað í Ölfusi. Hraunið, sagði hann, rann í áttina að heimabæ Þórodds, kristins höfðingja. Heiðingjarnir tóku síðan við gólfinu og sögðu að það væri ekki skrýtið að guðirnir hefðu reiðst vegna orðræðu kristinna manna.

Hverju reiddust goðin þegar hraunið sem við stöndum á brann?

En kristni höfðinginn Snorri Þorgrímsson gaf skipun um að enda þingið og ljúka umræðunni. Hann stóð í fornu hrauni og spurði: „Hverju reiddust goðin þegar hraunið sem við stöndum á, hér og nú, brann?“

Eldosið í þessari sögu er í af endalausri röð af náttúrulegum viðburðum sem hafa mótað sögu lands okkar. Bráðnun jökla á Íslandi er ekkert frábrugðin.

Náttúran er stöðugt að breytast, til hins betra eða verra. Aldagömul trúarbrögð um að náttúruhamfarir séu afleiðing synda mannsins, standast ekki söguna. Þetta þýðir ekki að við ættum ekki að virða náttúruna og leitast við að varðveita umhverfi okkar, og við verðum að gera meira til að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda.

En það er áríðandi að æðrast eigi eða falla fyrir hræðsluáróðri. Hvað sem sumir segja, skyldum við ekki að örvænta vegna bráðnunar jökla á Íslandi.