Samkvæmt viðbragðsáætlun Almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra og Landlæknis vegna heimsfaraldurs, sem hefur nú verið uppfærð vegna Kórónaveirunnar, er gert ráð fyrir ráðstöfunum til að tryggja aðgengi fólks að matvælum.
Nú er í gildi hættustig vegna faraldursins og þá hefur verið gripið til svofelldra ráðstafana:
- Undirbúa öryggisvörslu við innganga í matvörubúðum í samvinnu við lögreglu. Undirbúa örugga afgreiðslu nauðsynja í samræmi við almennar sóttvarnaráðstafanir.
- Birgja sig upp af nauðsynlegum vörum samkvæmt lista yfir heppilegt birgðahald heimila frá embætti landlæknis.
- Kalla eftir lista frá Samgöngustofu yfir sendibíla og leigubíla sem starfa innan hvers sóttvarnasvæðis.
Komi til neyðarstigs, sem getur meðal annars gerst ef mikið verður af smitum milli fólks hér innanlands án þess að þau verði beint rakin til ferða fólks í útlöndum, er gripið til svofelldra ráðstafana:
- Öryggisvarsla við innganga í samvinnu við lögreglu umdæmis ef nauðsyn krefur. Matvöruverslanir hafa opið svo lengi sem auðið er.
- Matvöruverslanir dreifa neyðarmatvælapökkum til heimila í sóttkví í samvinnu við björgunarsveitir og/eða leigubílafyrirtæki.