Sérkennilegt er að sjá Bændablaðið ganga erinda þeirra sem leggjast harðast gegn innleiðingu 3. orkupakka ESB á Íslandi.
Þetta segir Björn Bjarnason fv. ráðherra og formaður starfshóps sem utanríkisráðherra hefur sett á laggirnar um EES-samninginn.
Bændablaðið fjallar um aukna andstöðu við innleiðingu orkupakkans í nýjasta tölublaði sínu og er óhætt að segja að það veki ekki mikla lukku hjá Birni Bjarnasyni.
Hann segir á fésbókinni:
„Blaðið er vettvangur öfgasjónarmiða í málinu sé litið til frétta, skoðana ritstjórans og höfuðálitsgjafa blaðsins. Sjónarmiðin standast ekki gagnrýni og veikja mjög tiltrú til blaðsins.“
Og hann spyr:
„Er þetta í raun stefna Bændasamtaka Íslands? Er þetta það sem þau setja í forgang á EES-vettvangi á þessari stundu? Hugarburð og norsk minnihluta-sjónarmið?“