Óskiljanleg þögn Blaðamannafélagsins

Andrés Magnússon blaðamaður.

Andrés Magnússon, fjölmiðlarýnir Viðskiptablaðsins, undrast þögn Blaðamannafélags Íslands í máli Ernu Ýrar Öldudóttur, blaðakonu Viljans og Snæbjörns Brynjarssonar varaþingmanns Pírata og spyr hvort máli skipti hver er.

Í fjölmiðlapistli Viðskiptablaðsins, sem kom út í morgun, rifjar Andrés málið upp og bendir á að Erna Ýr hafi orðið fyrir aðsúgi á Kaffibarnum af hálfu varaþingmanns Pírata.

„Að sögn Ernu veittist hann að henni með ókvæðisorðum og hótunum um barsmíðar, en Snæbjörn kvaðst aðeins hafa sagst fyrirlíta hana og þá fyrir að vinna á Viljanum, sem Björn Ingi Hrafnsson ritstýrir, og nefndi til skýringar að hann hefði verið undir áhrifum áfengis. Fréttablaðið hafði eftir vitni að Snæbjörn hafi  vissulega farið mikinn þar á barnum , en taldi að hann hafi  ekki hótað henni ofbeldi,“ segir Andrés.

„Hvernig sem í því lá sagði Erna að sér hefði fundist þetta bæði óþægilegt og ógnandi, en hún hefði verið miður sín eftir. Í ljósi umræðu í samfélaginu um háttsemi þingmanna, þætti henni þessi framkoma varaþingmannsins eiga erindi við almenning.

Árás á blaðamenn og fjölmiðla

Í opinberri yfrlýsingu játaði Snæbjörn að hann hefði misst stjórn á skapi sínu og sagt við hana hluti „sem voru með öllu óviðeigandi“. Hann sagði ennfremur að sú hegðun væri ekki sæmandi kjörnum fulltrúa og að hann myndi ekki taka sæti á Alþingi í forföllum þingmanna Pírata.

– Búið og basta, ekki satt?“

En Andrés bætir við:

„Fjölmiðlarýnir verður að játa að hann skilur ekki hversu lítið hefur verið um málið fjallað. Hvað svo sem nákvæmlega Snæbjörn sagði við Ernu Ýr, þá stendur hitt eftir að hann veittist að henni sem blaðamanni, fyrir það að að starfa á tilteknum fjölmiðli, sem hann hefur ljóslega lítið dálæti á. Þar skiptir auðvitað máliað hann er (eða var) varaþingmaður og áhrifamaður í flokki Pírata, eins og hann gerir sérljóslega grein fyrir.

Það er ekki aðeins árás á Ernu Ý r eða miðil hennar, það er árás á blaðamenn og fjölmiðla.“ segir Andrés.

„Þess vegna er fullkomlega óskiljanlegt að Blaðamannafélag Ísands hefur ekki svo mikið sem ræskt sig af þessu tilefni.

„Auðvitað kallar þessi uppákoma á umfjöllun félagsins og harðorða fordæmingu. Einfaldlega af því að þarna var stjórnmálamaður með ofstopa við blaðamann. Þar skiptir í sjálfu sér minnstu hverjir áttu í hlut.

Hins vegar er erfitt að verjast þeirri hugsun að kannski það hafi skipt máli. Dettur einhverjum í hug að jafnlítið og jafnstutt hefði verið um það fjallað ef einhver varaþingmaður Miðflokksins hefði verið að abbast upp á blaða-mann Stundarinnar á barnum?