Persónuvernd vill upptökur Báru og úr myndavélum af Klaustri

Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi. Ljósmynd: Útvarp Saga.

Persónuvernd upplýsir á vef sínum í dag, vegna fjölda fyrirspurna, hvað líður málsmeðferð Persónuverndar vegna erindis af tilefni upptöku á samtölum þingmanna á veitingastaðnum Klaustri. Þar kemur fram að stofnunin hefur orðið við beiðnum lögmanns fjögurra þingmanna Miðflokksins um að tilteknar upptökur og upplýsingar sem tengjast málinu verði tryggðar.

„Nú þegar krafa um sönnunarfærslu fyrir dómi er ekki lengur til úrlausnar dómstóla hefur Persónuvernd haldið meðferð málsins áfram.

Nánar tiltekið hefur stofnunin óskað eftir því við lögmenn gagnaðila, sem samkvæmt fréttum stóð að upptökunni, að fá hana afhenta og veitt þeim kost á athugasemdum við bréf sem borist hefur frá lögmanni þingmannanna.

Þá hefur Persónuvernd óskað eftir því við Klaustur að upptökur úr eftirlitsmyndavélum frá þeim tíma sem upptakan átti sér stað verði afhentar stofnuninni.

Niðurstöðu er fyrst að vænta um næstu mánaðamót,“ segir í yfirlýsingu Persónuverndar.