Píratar harma framkomu Snæbjörns og styðja afsögn hans

Þingflokkur Pírata harmar framkomu Snæbjörns Brynjarssonar um síðastliðna helgi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Viljanum hefur borist frá Þingflokki Pírata.

„Kjörnir fulltrúar eiga að sýna gott fordæmi. Snæbjörn hefur axlað ábyrgð á gjörðum sínum og tilkynnt þingflokki Pírata að hann segi af sér varaþingmennsku.

Þingflokkurinn styður ákvörðun Snæbjarnar og virðir þá ábyrgð sem í henni felst,“ segir í yfirlýsingunni.