Pólitísk staða Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra er í uppnámi, eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu komst í morgun að þeirri niðurstöðu, að íslenska ríkið hafi brotið gegn 6. gr. mannréttindasáttmálans með skipan dómara í Landsrétt.
Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hrl, flutti mál Guðmundar Andra Ástráðssonar fyrir dómnum og hafði sigurÍslenska ríkið er bótaskylt um 15 þúsund evrur eða rúmlega 2 milljónir króna.
Guðmundur Andri var ákærður fyrir að aka án gilds ökuskírteinis og undir áhrifum fíkniefna og dæmdur. Málsvörn hans fólst í því að meðal dómara í Landsrétti hafi verið Arnfríður Einarsdóttir, en hún hafi verið skipuð dómari án þess að hafa verið metin meðal hæfustu umsækjenda.
Undir þetta tekur Mannréttindadómstóllinn.
Vilhjálmur hafði áður krafist þess að Arnfríður yrði úrskurðuð vanhæf, en hún úrskurðaði sjálf um eigið hæfi ásamt tveimur öðrum dómurum. Vilhjálmur kærði niðurstöðu dómaranna til Hæstaréttar, sem staðfesti niðurstöðu Landsréttar og því ákvað Vilhjálmur að kæra málið til Mannréttindadómstólsins.
Á sínum tíma birtist ákvað dómnefnd að leggja fram 15 manna lista yfir þá sem metnir hefðu verið hæfastir til að sitja í Landsrétti. 15 voru metnir hæfastir fyrir þær 15 stöður sem í boði voru. Sigríður breytti þeim lista í meðförum sínum sem ráðherra í tillögu sinni fyrir þingið; fjórir umsækjendur af þeim 15 sem nefndin hafði talið hæfasta voru ekki á listanum og í þeirra stað voru fjórir aðrir settir inn á listann.
Ástráður Haraldsson, Eiríkur Jónsson, Jón Höskuldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson fóru af listanum, en Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Jón Finnbjörnsson og Ragnheiður Bragadóttir komu þar inn í staðinn.
Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið er bótaskylt vegna skipunar dómsmálaráðherra í landsrétt. Hvað gerist núna? Segir hún af sér eða segir hún bara „sorry, my bad“ ?? Þetta er æsispennandi #landsréttur
— Eva Pandora Baldursd (@evapandorab) March 12, 2019