Pólskipti í vændum? Hraðar breytingar á segulsviði jarðarinnar

Sviptingar eru framundan í heimsmálunum með hlýnandi loftslagi.

Segul-norður hefur færst margfalt hraðar úr stað frá árinu 2000 en áður, og færist nú árlega með 55 km hraða á ári frá heimskautahluta Kanada í áttina að Síberíu í Rússlandi. Miklar breytingar hafa orðið á segulsviði jarðarinnar undanfarin ár, sem m.a. hafa áhrif á mikilvæga staðsetningarbúnaði. Þessu greinir breski miðillinn Independent frá á vef sínum

Vísindamenn hafa orðið að hraða uppfærslum á stöðu segulsviðs jarðarinnar, sem þeir gera venjulega á fimm ára fresti, um heilt ár, þar sem ýmiss mikilvægur staðsetningarbúnaður reiðir sig á kompása fremur en GPS-tækni. Segulsviðið gegnir mörgum öðrum mikilvægum hlutverkum, t. a. m. að verja jörðina fyrir sólvindum og koma í veg fyrir að ósonlagið fjúki út í geim. 

Skapast hafa vandamál fyrir kompása í snjallsímum en einnig reiða herir, flugvélar, bátar og farfuglar sig á staðsetningu segul-norðursins. Hin mikla hröðun á ferð segul-norðursins frá síðustu aldamótum hefur mest áhrif á heimskautasvæðin í norðri, en minni breytingar hafa orðið á segul-suðrinu, að því er fram kemur í fréttinni.

Segul-norðrið var fyrst staðsett árið 1831 nyrðst í Kanada, en frá þeim tíma hefur það færst á um 15 km hraða árlega í átt að Síberíu, samtals 2.300 km. Breyting varð árið 2000 þegar hraðinn jókst til muna og hefur verið 55 km á ári síðan þá. Ástæðan fyrir þessum tilfærslum í segulsviðinu séu tilkomnar vegna hreyfinga í fljótandi möttli jarðarinnar, sem er að stórum hluta úr málmunum járni og nikkeli, en þær geti stundum verið ófyrirsjáanlegar, líkt og veðrið, er haft eftir jarðeðlisfræðingnum Daniel Lathrop, hjá Háskólanum í Maryland, Bandaríkjunum. Hann segir ennfremur að segulsvið jarðarinnar sé að veikjast, sem muni að lokum leiða til umpólunar jarðarinnar.

Pólskipti hafi átt sér stað nokkrum sinnum áður í jarðsögunni, síðast fyrir um 780.000 árum. Einhvern tíma muni þó taka fyrir þau að eiga sér stað, en að hann eigi von á því að atburðurinn muni taka um þúsund ár.