Prósent: Halla Hrund eykur enn fylgi sitt

Halla Hrund Loga­dótt­ir orku­mála­stjóri heldur sókn sinni í skoðanakönnunum áfram þessa dagana og Morgunblaðið birtir í dag nýj­ustu skoðana­könn­un Pró­sents þar sem hún er efst með tæp­lega 29% fylg­i, þó ekki sé töl­fræðilega mark­tæk­ur mun­ur á henni og Baldri Þór­halls­syni pró­fess­or, sem mæl­ist með 25% fylgi.

„Stóru frétt­irn­ar eru hins veg­ar þær að fylgi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur fv. for­sæt­is­ráðherra minnk­ar skarpt milli vikna sam­kvæmt niður­stöðum Pró­sents. Hún mæl­ist nú með 18% fylgi, en var með 24% í liðinni viku. Jón Gn­arr leik­ari rek­ur lest­ina með 16%,“ segir í frétt Morgunblaðsins. Þess ber að geta, segir blaðið, að vikmörk í könnuninni eru há og fylgissveiflur miklar.

Athygli vekur að blaðið spyr einnig í könnuninni um þá frambjóðendur sem landsmenn telja sigurstranglegasta í komandi kosningum, þann 1. júní nk. Þar hefur Katrín Jakobsdóttir afgerandi forystu, eins og sjá má af grafi Morgunblaðsins hér að neðan.