Ragnheiður Elín á orkuráðstefnu í Tyrklandi

Frá orkuráðstefnunni í Tyrklandi í dag.

Mynd dagsins: Ragnheiður Elín Árnadóttir, fv. iðnaðarráðherra, tók í dag þátt í ráðstefnu um endurnýjanlega orku á vegum Atlantic Council í Tyrklandi

Þar ræddi hún meðal annars um jarðhita og hitaveituvæðingu á Íslandi og mikilvægi nýsköpunar í orkugeiranum.

Ragnheiður Elín hefur undanfarin ár starfað sem „senior fellow“ sérfræðingur bandarísku hugveitunnar Atlantic Council víða um heim á sviði orkumála.