Þing Spánar hafnaði miðvikudaginn 13. febrúar fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Sósíalistaflokksins (PSOE). Talið er líklegt að Pedro Sánchez forsætisráðherra rjúfi þing og boði til kosninga. Þær verði hugsanlega 28. apríl.
Sánchez varð forsætisráðherra í júní 2018 með stuðningi 17 þingmanna frá Katalóníu á spænska þjóðþinginu. Hann leiðir nú minnihlutastjórn. Treysti hann á stuðning þingmannanna við afgreiðslu fjárlaganna.
Vegna málaferla sem nú standa á Spáni gegn leiðtogum aðskilnaðarsinna í Katalóníu vegna tilraunar þeirra til sjálfstæðis árið 2017 lögðu katalónsku þingmennirnir fram breytingatillögur við fjárlagafrumvarpið í fyrri viku.
Það reitti aðskilnaðarsinnanna til reiði að föstudaginn 8. febrúar runnu tilraunir ríkisstjórnarinnar til að semja við flokka hlynnta sjálfstæði Katalóníu út í sandinn.
„Haldi sósíalistar óbreyttri stefnu greiðum við atkvæði með breytingartillögunum,“ sagði Quim Torra, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, í Madrid þriðjudaginn 12. febrúar. Hann var þar til að fylgjast með réttarhöldunum og talaði fyrir hönd aðskilnaðarflokkanna.
Af vardberg.is, birt með leyfi.