Ríkisstjórnin lækkar skatta á banka, sem þakka fyrir sig með hækkun vaxta

Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og áður Miðflokksins. / Viljinn: Rúnar Gunnarsson.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, vakti athygli á því á Alþingi í gær, að Neytendasamtökin hafi að undanförnu fengið fjölmargar fyrirspurnir frá félagsmönnum sínum vegna skilmálabreytinga lána, en lánveitendur hafa haft samband við lántakanda til að hækka breytilega vexti óverðtryggða lána.

Sagði hann Neytendasamtökinráðleggja félagsmönnum sínum að athuga skilmála lána sinna vel áður en slíkarbreytingar eru samþykktar.

„Bankarnir eru sem sagt að boða vaxtahækkanir,“ sagði þingmaðurinn og sagði þá rétt að rifja upp hvað þessi ríkisstjórn, undir forsæti Vinstri grænna hafi gert fyrir bankana;

Birgir Þórarinsson – störf þingsins

Birgir Þórarinsson tók þátt í störfum þingsins í gær á Alþingi og ræddi þar um vaxtahækkanir bankanna.

Posted by Miðflokkurinn on Fimmtudagur, 21. mars 2019

„Bankarnir óskuðu eftir því aðBankaskatturinn yrði lækkaður – alveg sjálfsagt sagði ríkisstjórnin.

Bankarnir óskuðu eftir því að eftirlitsgjaldið til Fjármálaeftirlitsins yrði lækkað – alveg sjálfsagt sagði ríkisstjórnin.

Bankarnir óskuðu eftir því að gjald ítryggingasjóð innistæðueigenda yrði lækkað – alveg sjálfsagt sagðiríkisstjórnin.“

Segir Birgir alveg sérstakt áhugamál þessarar ríkisstjórnar að lækka álögur á bankana. Fyrir það sé ekki hægt að þræta.

„En hvað geri svo bankarnir í kjölfarið? Lækka þeir vextina eins og fjármálaráðherra sagði að þeir myndu gera?

Nei, að sjálfsögðu ekki.

Þeir þakka fyrir sig og hækka vextina,“ sagði Birgir Þórarinsson.