Sóttvarnalæknir Svía komst heldur betur í fréttirnar á blaðamannafundum um Kórónaveiruna fyrir helgi, þar sem hann fékk hóstakast og fylgdi í engu þeim leiðbeiningum sem hann hafði sjálfur beðið þjóð sína að fara eftir.
Anders Tegnell hefur átt sviðið á sænskum samskiptamiðlum í kjölfarið, en hann hóstaði beint í lófann á sér, í stað þess að fylgja eigin leiðbeiningum og hósta í handakrikann eða munnþurku, svo ekki væri hætta á því að sýklar berist til annarra.
Á öðrum blaðamannafundi gerði Tegnell ekki annað en klóra sér í framan, en sænsk heilbrigðisyfirvöld hafa hvatt landsmenn til að forðast snertingu við andlit eins og kostur er.