Sam­starf­ið við ESB um orku mikilvægt fyrir hagsmuni lands og þjóðar

„Það er mik­il­vægt fyr­ir hags­muni Íslands, at­vinnu­lífs­ins og fólks­ins í land­inu að halda áfram sam­starf­inu við ESB um orku- og lofts­lags­mál með inn­leiðingu 3. orkupakk­ans. Alþjóðleg sam­vinna á þessu sviði mun auðvelda viður­eign­ina við lofts­lags­breyt­ing­ar og gagn­ast ekki ein­ung­is okk­ar kyn­slóð held­ur börn­um okk­ar og barna­börn­um,“ segja forystumenn nokkurra helstu samtaka á vettvangi atvinnulífsins í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag í tilefni umræðunnar um innleiðingu orkupakka þrjú.

Í greininni segja formennirnir að far­sælt EES sam­starf, sem nú fagn­ar 25 ára af­mæli, trygg­i með fjór­frels­inu frjálsa för fólks, vöru, þjón­ustu og fjár­magns um alla Evr­ópu. Þetta sé afar mik­il­vægt og ekki síst fá­menn­um lönd­um eins og Ísland sann­ar­lega er.

„EES-sam­starfið nær ekki til nýt­ing­ar auðlinda eins og sést af því að það eru Norðmenn sjálf­ir sem ákveða hvernig nýta skuli olíu- eða gas­lind­irn­ar þar. Það eru Finn­ar og Sví­ar sem ákveða hvernig skuli höggva skóga hjá sér. Og það eru Íslend­ing­ar sem ákveða hvort eða hvernig nýta eigi jarðhit­ann, vatns­aflið eða vind­inn sem stöðugt blæs. Þess­ar ákv­arðanir eru ekki tekn­ar af Evr­ópu­sam­band­inu.

Sam­starfið nær hins veg­ar til þess að vör­ur sem eru á markaði þurfa að upp­fylla ákveðnar kröf­ur um ork­u­nýt­ingu og tækni­lega staðla á hverju sviði fyr­ir sig. Gert er ráð fyr­ir að sam­keppni ríki á sem flest­um sviðum þar á meðal um orku­sölu enda sé það fyrst og fremst til hags­bóta fyr­ir neyt­end­ur.

Smám sam­an hafa kröf­ur auk­ist um betri nýt­ingu orku, aukna notk­un end­ur­nýj­an­legra orku­linda og um orku­sparnað. Jafnt og þétt verða lofts­lags­mál og orku­mál samofn­ari enda er notk­un jarðefna­eldsneyt­is meg­in­or­sök þeirra lofts­lags­breyt­inga sem við verðum að tak­ast á við.

Draga þarf úr losun gróðurhúsalofttegunda

Íslend­ing­ar hafa sett sér mark­mið um að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda og eru í sam­starfi við Evr­ópu­lönd­in um sam­eig­in­leg­ar skuld­bind­ing­ar gagn­vart lofts­lags­samn­ingi Sam­einuðu þjóðanna. Hags­mun­ir Íslands af þessu sam­starfi eru mjög mikl­ir og þátt­taka í viðskipta­kerfi Evr­ópu með los­un­ar­heim­ild­ir trygg­ir jafna sam­keppn­is­stöðu orku­freks iðnaðar og fleiri fyr­ir­tækja hér á landi og ann­ars staðar á EES-svæðinu.

Lög­gjöf um orku- og lofts­lags­mál mun halda áfram að þró­ast og auk lög­gjaf­ar sem nú er til meðhöndl­un­ar á Alþingi (þriðji orkupakk­inn) eru á döf­inni enn frek­ari breyt­ing­ar á lög­um og regl­um sem þessu sviði tengj­ast. Íslensk raf­orku­lög taka þegar mið af því að Íslend­ing­ar hafa inn­leitt fyrsta og ann­an orkupakka ESB og hef­ur sú ákvörðun reynst far­sæl hingað til.

Það er mik­il­vægt fyr­ir hags­muni Íslands, at­vinnu­lífs­ins og fólks­ins í land­inu að halda áfram sam­starf­inu við ESB um orku- og lofts­lags­mál með inn­leiðingu 3. orkupakk­ans. Alþjóðleg sam­vinna á þessu sviði mun auðvelda viður­eign­ina við lofts­lags­breyt­ing­ar og gagn­ast ekki ein­ung­is okk­ar kyn­slóð held­ur börn­um okk­ar og barna­börn­um,“ segir ennfremur í greininni.

Undir hana rita þau Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka 
at­vinnu­lífs­ins, Bjarn­heiður Hallsdóttir formaður Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sam­taka iðnaðar­ins, Helgi Bjarna­son vara­formaður Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja, Helgi Jó­hann­es­son formaður Sam­taka orku- og veitu­fyr­ir­tækja, Jens Garðar Helgason formaður Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, Jón Ólaf­ur Halldórsson formaður Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu og Magnús Þór Ásmundsson formaður Sam­taka ál­fyr­ir­tækja.