„Mér finnst mál Ágústs Ólafs ekki vera stórmál. Aðeins er vitnað í tveggja manna tal sem enginn var vitni að. Að gera óvarleg orð að flokksmáli, að gera einkasamtal að máli stjórnmálaflokks, finnst mér undarlegt,“ segir Gísli Gunnarssonar, prófessor emeritus í sagnfræði, og áhrifamaður í Samfylkingunni um árabil.
„Hér skipta mestu máli skipta rangar túlkanir á niðurstöðu trúnaðarnefndar Samfylkingar. Ávítur voru lokaorð hennar í þessu máli, ekki að það verði tekið til meðferðar aftur eftir tvo mánuði eins og skilja mátti af orðum varaformanns flokksins í upphafi. Þau orð hafa reynst mjög skaðleg. Þetta breytir samt engu um það álit mitt að ekki eigi að vera til flokksnefndir til að „úrskurða“ um einkamál flokksmanna,“ segir Gísli.
Mikil umræða hefur skapast á fésbókarsíðu hans um málefni Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns og blandar margt þekkt áhrifafólk úr Samfylkingunni sér í umræðurnar, t.d. Heiða Björg Hilmisdóttir varaformaður flokksins og Sigríður Jóhannesdóttir, fv. þingmaður.
Hér má lesa nokkur þeirra ummæla sem skrifuð hafa verið fyrir neðan færslu Gísla Gunnarssonar:
Stefan Sigfinnsson Það er auðveldara að gagnrýna annara manna garða en sinn eigin. Trúverðugleikinn er farinn hjá Samfó og Loga.
Sigríður Jóhannesdóttir Ég var kannski ekki nógu tilfinninganæm en ég blandaði nokkrum sinnum frá mér áreitni drukkinna manna og datt aldrei í hug að bera slíkt út á hræsibrekkur. Eg hef mikla samúð með Gústa í þessu máli.
Erla Gunnarsdottir Eg stend með Agusti
Eysteinn Pétursson Flokkshollustan ofar femínismanum?
Vilhjálmur Þorsteinsson Gísli Gunnarsson Varaformaðurinn sagði ekkert slíkt. Mánuðirnir tveir eru frá Ágústi sjálfum komnir, ekki trúnaðarnefndinni eða flokknum (eða varaformanninum).
Heiða Björg Hilmisdóttir Ég var mjög skýr með það að niðurstaða trúnaðarnefndar er endanleg og það er Ágúst sjálfur sem opinberar þá niðurstöðu og óskar eftir 2 mánaða leyfi til að fá aðstoð. Ég skil ekki hvers vegna þú ert endurtekið að hafa rangt eftir mér.
Þorsteinn Vilhjálmsson Ég sé ekkert athugavert við að stjórnmálaflokkur kjósi að skapa sér málsleiðir fyrir siðamál, ef honum er annt um (sem mest) flekkleysi fulltrúa sinna. Hins vegar ætttu „stjórnmálamenn“ flokksins ekki að vera í slíkum nefndum.
Örn Sigurður Einarsson Mér finnst reyndar að ekki þurfi að sanna neitt á Ágúst Ólaf. Hann hefur gengist við sekt sinni og það er meira en segja má um SUMA.
Þorsteinn Vilhjálmsson Ég sé ekki að verið sé að leysa persónuleg deilumál, er það svo? Er konan í flokknum eða er það hún sem hefur vísað málinu þangað? Er ágreiningur um málsatvik?
Gísli Gunnarsson Ég hef sagt nóg og mikið þarf að gerast til að ég bæti hér einhverju efnislegu við. Ég er ýmist hylltur sem vitringur eða talinn vera versti maður. Tilfinningar yfirgnæfa allt, rökhugsun er kaffærð.
Halldóra Jónasdóttir Mér þykir þú gera lítið úr upplifun kvenna af ógnandi framkomu karla með að segja að “Tilfinningar yfirgnæfa allt, rökhugsun er kaffærð.”
Þér finnst þetta ekki stórmál, gæti það verið einfaldlega afþví svona aðstæður eru ekki hluti af þínum reynsluheim?