Samfylkingin hefur boðað til fréttamannafundar á morgun (miðvikudag) klukkan 11:00 í Aurora basecamp í Hafnarfirði.
Logi Einarsson kynnir kosningastefnu Samfylkingarinnar fyrir alþingiskosningarnar sem fram fara 25. september nk.
Kosningastefnan skiptist í fjóra hluta: fjölskyldur í forgang, sterkara samfélag, alvöru aðgerðir í loftslagsmálum og frjálst og framsækið Ísland.