Samfylkingin vill verða leiðandi afl í næstu ríkisstjórn

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.

Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fer fram á nú á laugardaginn, 19. október í Austurbæ í Reykjavík.

Flokksstjórnarfundir eru opnir öllum flokksfélögum og stuðningsmönnum.

Á fundinum verða  loftslagsmálin í forgunni, hugað að framtíðinni og hvernig Samfylkingin getur orðið leiðandi afl í næstu ríkisstjórn, að því er segir í tilkynningu frá flokknum sem barst í dag.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, mun halda ræðu á fundinum, en í henni mun hann fjalla um stöðuna í stjórnmálum, framtíðina og væntingar til næstu kosninga.

„Fundurinn er mikilvægur vettvangur fyrir grasrót flokksins til að ræða stjórnmál og að hafa áhrif á áherslur flokksins. Við munum einnig hefja undirbúning fyrir 20 ára afmælishátíð flokksins sem verður í vor,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Dagskrá fundarins:
10:00 Innskráning hefst með setningu formanns.
10:30 Nýjar hugmyndir í loftslagsmálum í hnattrænu samhengi
Annette L. Bickford, kanadískur sérfræðingur í loftslagsréttlæti fer yfir sviðið og nýjar hugmyndir í þessum efnum.
11:00 Ræða formanns
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar
11:45 – 12:30 Hlé og hádegisverður með léttu ívafi
12:30 – 13:30 Tækifæri og áskoranir jafnaðarmanna í umhverfismálum á Íslandi
Sævar Helgi Bragason vísindamiðlari stýrir umræðum og pallborði um aðgerðir í loftslagsmálum.
•       Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
•       Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri
Umræður og fyrirspurnir
13:30 – 15:00 Vinnustofa – Hvað getum við gert?
Áskoranir í loftslagsmálum eru margvíslegar og þvera allt svið samfélagsins. Ef við leggjum hugvit okkar saman fást bestu lausnirnar. Fundargestir munu vinna eftir þemu á borðunum og skila af sér afurð í formi tillagna til þingflokks og sveitarstjórnarfólks.
Eva H. Baldursdóttir, lögfræðingur og sérfræðingur á sviði loftslagsmála, stýrir vinnustofu ásamt borðastjórum.
15:00 – 15:10 Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og einn skipuleggjanda Loftslagsverkfallsins, fer yfir kröfur ungs fólks til stjórnmálamanna
15:10 – 16:40 Almennar umræður og afgreiðsla tillagna
16:40 – 17:00 Skilaboð frá Ungum jafnarðarmönnum
Fundarstjóri Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar