Samtíningur til að réttlæta eftirgjöf fullveldis og uppgjöf gagnvart ESB

„Ég ætlaði varla að trúa þessu,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fv. forsætisráðherra á Facebook, þar sem hann deilir frétt Viljans frá í gærkvöldi um að Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hafi lagt fram skýrslu um mikilvægi lögfestingar bókunar 35 við EES-samninginn á þingi síðdegis í gær.

Augljóst er að Sigmundi Davíð þykir ekki mikið til skýrslunnar koma:

„Það er kominn samtíningur frá formanni Sjálfstæðisflokksins til að réttlæta eftirgjöf fullveldis og uppgjöf gagnvart ESB sem vill að reglur samdar af embættismönnum í Brussel verði æðri lögum sem verða til á Íslandi.

Og það núna! Núna við þessar aðstæður?!

Svo er vísað í einhverja sérfræðinga ráðuneytisins en fyrri vörnum íslenskra stjórnvalda (mjög sterkum vörnum) stungið undir stól eða settar í pappírstætarann!“