Segir lagafrumvarp um fóstureyðingar einkennast af öfga-femínisma

Inga Sæland./ Viljinn: Rúnar Gunnarsson.

„Það er með ólík­ind­um að ég sem þingmaður skuli nú verða þvinguð til að taka umræðu um laga­breyt­ingu sem brýt­ur ger­sam­lega í bága við siðferðis- og lífs­skoðanir mín­ar,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, um umdeilt lagafrumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á lögum um fóstureyðingar.

Það sem helst er umdeilt við frumvarp Svandísar snýr að heimild til fóstureyðinga fram yfir 22. viku meðgöngu — sem er veruleg lenging frá því sem nú er — og áform um að hætta notkun hugtaksins fóstureyðing og nota þess í stað orðið þungunarrof.

Inga ritar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hún lýsir beinni andstöðu við frumvarpið og segir að rök­stuðning­ur, sem fylg­i því að það komi eng­um við nema kon­unni sjálfri hvort ófull­b­urða barni henn­ar sé eytt úr móðurkviði eft­ir 12 vikna meðgöngu, ein­kenn­ist af öfga-femín­isma.

„Hann á ekk­ert skylt við skoðanir meg­inþorra þjóðar­inn­ar. Í þess­um rök­um er talað um frelsi kon­unn­ar, sjálfs­ákvörðun­ar­rétt henn­ar yfir eig­in lík­ama. Þá spyr ég: Hef­ur þetta frelsi verið skert með til­liti til þeirra fóst­ur­eyðinga sem fram­kvæmd­ar eru hér ár­lega? Svarið er ein­falt. Það er NEI,“ skrifar hún.