Sjálfstæðisflokkurinn boðar til landsfundar í nóvember

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að 44. landsfundur Sjálfstæðisflokksins verði haldinn dagana 13. – 15. nóvember 2020 í Laugardalshöll.

Landsfundur fer með æðsta vald í málefnum Sjálfstæðisflokksins og þar er stefna hans mótuð af um tólfhundruð fulltrúum. Hann er hefur jafnan verið stærsta reglulega stjórnmálasamkoma á Íslandi.

Síðasti landsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram í mars 2018.

Ekki er annað vitað en Bjarni Benediktsson formaður flokksins og fjármálaráðherra, hyggist gefa áfram kost á sér til endurkjörs.