Sjálfstæðisflokkurinn fagnar stórafmæli í skugga lægsta fylgis í sögunni

Bjarni Benediktsson. / Ljósmynd: Sjálfstæðisflokkurinn.

Það blæs ekki byrlega fyrir Sjálfstæðisflokknum, sem fagnar 90 ára afmæli um þessar mundir. Eftir nær samfellt fylgistap undanfarin misseri birtist ný könnun MMR í dag sem sýnir flokkinn með 18,3% fylgi, en það er versta útkoma hans í skoðanakönnun MMR nokkru sinni.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur dalað jafnt og þétt um nokkurt skeið, en fylgið var prósentustigi meira í könnun MMR í ágúst.

Fylgi Samfylkingar mældist 14,8% og minnkaði um tæp tvö prósentustig frá síðustu mælingu. Þá jókst fylgi Vinstri grænna, Pírata og Framsóknarflokksins um rúmt prósentustig hvert. Allar breytingar á fylgi frá síðustu mælingu reyndust innan vikmarka og var því ekki tölfræðilega marktækur munur á fylgi flokka milli mælinga í ágúst og september.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 43,7%, samanborið við 38,8% í síðustu könnun.

  • Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 18,3% og mældist 19,1% í síðustu könnun.
  • Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 14,8% og mældist 16,8% í síðustu könnun.
  • Fylgi Vinstri grænna mældist nú 12,8% og mældist 11,5% í síðustu könnun.
  • Fylgi Pírata mældist nú 12,4% og mældist 11,3% í síðustu könnun.
  • Fylgi Miðflokksins mældist nú 12,0% og mældist 13,0% í síðustu könnnun.
  • Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 11,8% og mældist 10,4% í síðustu könnun.
  • Fylgi Viðreisnar mældist nú 10,2% og mældist 9,3% í síðustu könnun.
  • Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,0% og mældist 4,1% í síðustu könnun.
  • Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 2,0% og mældist 2,9% í síðustu könnun.
  • Fylgi annarra flokka mældist 1,6% samanlagt.
1909 Fylgi