Sjálfstæðismenn vilja markvissa gróðursetningu og veðurmælingar

Úr Hljómskálagarðinum. / Reykjavík.is

Á fundi borgarstjórnar í dag munu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram tillögu um markvissa gróðursetningu og veðurmælingar í höfuðborginni.

Tilgangurinn er m.a. að draga úr vindálagi á ákveðnum svæðum, en veður er mjög mismunandi eftir svæðum innan borgarinnar.

Eyþór Arnalds. / Viljinn: Erna Ýr Öldudóttir.

„Esjan virkar eins og magnari á vind og getur markviss gróðursetning dregið úr honum. Þá er hægt að nýta mælingar samkvæmt tillögunni í skipulagsvinnu borgarinnar,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn.

Hann bendir á að tillagan sé græn, veðurvæn og liður í að snjallvæða borgina í reynd.

Hann vonast eftir því að góð samstaða náist um málið á fundinum.