Sjálfstýringin á allan sólarhringinn í RÚV eigi Samfylkingin í hlut

Davíð Oddsson, fv. forsætisráðherra, er ritstjóri Morgunblaðsins.

Sjálfstýringin er á Ríkisútvarpinu allan sólarhringinn, eigi Samfylkingin og eftir atvikum aðrir vinstriflokkar í hlut, segir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fv. forsætisráðherra, í Reykjavíkurbréfi blaðsins í dag.

„Frétta­stof­an þar er líka á móti Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, en hún var með Obama sem áður var for­seti sama lands þótt slapp­ur væri. Ekk­ert í lög­um Rík­is­út­varps­ins bend­ir þó til þess að það hljóti að vera hluti af nátt­úru­lög­mál­un­um.

Frétta­stof­an er með Evr­ópu­sam­band­inu og frétt­ir fátt af því sem geti varpað skugga á það. Hún er sjálf­krafa á móti þeim sem eru á móti því. Ekk­ert er held­ur um þá skrítnu af­stöðu í lög­um um Rík­is­út­varpið. Þvert á móti sjá all­ir sem læs­ir eru að regl­urn­ar ganga síst út frá því að frétta­stofa „RÚV“ sé í liði, og raun­ar í sama liðinu árum og ára­tug­um sam­an.

Stund­um er sagt að bjálf­a­legt sé að ræða þess­ar staðreynd­ir um „RÚV“ og enn von­laus­ara við það. Þar á bæ skilji eng­inn þess­ar at­huga­semd­ir. Þær virki eins á þá þar og ef fundið væri að því við Skaga­menn að þér haldi alltaf með Akra­nesi.

En því má ekki gleyma að það eru eng­in lög sem segja Skaga­mönn­um að þeim beri að vera hlut­laus­um í fót­bolta. Og þeir fá ekki marga millj­arða frá al­menn­ingi ár­lega til þess að þeir hafi ekki þann sama al­menn­ing að fífli,“ segir ennfremur í bréfinu.

Skrítin verðlaunaafhending

Og Lilja D. Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fær sína sneið í Reykjavíkurbréfinu fyrir frumvarp sitt um stuðning við einkarekna fjölmiðla:

„Það er ekk­ert að slíkri fram­göngu þegar póli­tísk­ir þröngvitr­ing­ar, æsifrétta­menn eða kunn­ir „dodd­ar“ í er­ind­rekstri eiga í hlut, eins og þeir virðast sem ráða fyr­ir „Kjarn­an­um“ eða æsiút­gerðinni „Stund­inni,“ og fjöl­miðlum sem rík­is­stjórn­in tel­ur, eft­ir langa yf­ir­legu, að rétt sé að styðja af fimm­falt meira afli eða meir en raun­veru­lega fjöl­miðla.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. / Viljinn: Rúnar Gunnarsson.

Það má segja að slík furðuniðurstaða falli vel að því að rík­is­stjórn­in held­ur áfram og eyk­ur á hverju ári, stuðning upp á fjöl­marga millj­arða við op­in­bera stofn­un sem leyn­ir því hvergi að hún dreg­ur vagn­inn fyr­ir þau stjórn­mála­öfl sem eiga stuðning þriðjungs þjóðar­inn­ar þegar best læt­ur og legg­ur fæð á flesta hina. Stofn­un sem á að lög­um eng­an að styðja sér­stak­lega og um­fram aðra og enn síður að hata sér­stak­lega.

Rík­is­stofn­un sem þannig gengst upp í því á hverj­um degi að brjóta þau lög sem um stofn­un­ina gilda.

Ekk­ert nema óræður ótti við eitt­hvað dulið og óskilj­an­legt virðist ráða þeirri för.

Hræðsla er óheppi­leg­ur hús­bóndi, það sýn­ir sag­an með svo sár­græti­leg­um dæm­um.

Og þetta síðasta svo öm­ur­lega vel,“ segir Davíð Oddsson í Reykjavíkurbréfi sínu.