Sjö vilja verða Ríkislögreglustjóri

Grímur Grímsson var valinn maður ársins 2017 / Ljósmynd Bylgjan.

Sjö umsóknir bárust um embætti ríkislögreglustjóra sem auglýst var laus til umsóknar.

Þetta kemur fram á vef dómsmálaráðuneytisins. Meðal umsækjenda eru tveir lögreglustjórar, fangelsismálastjóri og Grímur Grímsson, sem var valinn maður ársins árið 2017 er hann var yfirlögregluþjónn í rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur.

Kristín Jóhannesdóttir lögmaður, fv. forstjóri Gaums og systir Jóns Ásgeirs athafnamanns, er einnig meðal umsækjenda.

Umsóknarfrestur rann út 10. janúar og sóttu eftirtaldir um embættið:

  • Arnar Ágústsson    öryggisvörður
  • Grímur Grímsson    tengslafulltrúi Íslands hjá Europol
  • Halla Bergþóra Björnsdóttir     lögreglustjóri á Norðurlandi Eystra
  • Kristín Jóhannesdóttir    lögfræðingur
  • Logi Kjartansson    lögfræðingur
  • Páll Winkel    fangelsismálastjóri
  • Sigríður Björk Guðjónsdóttir    lögreglustjóri á Höfuðborgarsvæðinu