Einn sjúklingur lést á síðasta sólarhring á Landspítala vegna Covid-19. Frá þessu er greint á vef Landspítalans, þar sem aðstandendum er vottuð samúð.
Þetta er sjöunda andlátið á spítalanum á skömmum tíma vegna COVID-19 og alls hafa nú sautján látist hér á landi af völdum veirunnar, tíu í vetur og vor og sjö nú í þriðju bylgju farsóttarinnar.