Skóflustunga að íbúðum aldraðra við Austurhlíð

Borgarstjóri tók í dag fyrstu  skóflustunga að nýbyggingu fyrir eldri borgara við Austurhlíð 10, á lóð vestan við Bólstaðarhlíð 43.

Það eru Samtök aldraðra sem byggja Austurhlíð 10 en borgin leggur til lóðina. Þarna rísa þrjú fjölbýlishús með 60 íbúðum og sameiginlegum bílakjallara. 3ja herbergja íbúðir eru 41 og 19 íbúðir eru 2ja herbergja. Íbúðirnar eru 82-120 fermetrar að stærð.

Hönnunarvinna hófst vorið 2018 en íbúðunum verður skilað fullbúnum í apríl 2021. Samtök aldraðra sér um byggingu hússins og félagsmenn í samtökunum geta sótt um kaup á íbúðunum. Arkþing ehf. teiknar húsin,  verkfræðistofan Lota ehf. sér um verkfræðihönnun, lóðarhönnun á teiknistofan Storð ehf. og samið hefur verið við Alverk ehf. um byggingu húsanna.

Samtökin hafa verið samstarfi við Reykjavíkurborg um úthlutun lóða í borginni. Lögð hefur verið áhersla á að fá lóðir fyrir vestan Elliðaár. Austurhlíð 10 er á skjólsælum stað við hlið þjónustuíbúðakjarna við Bólstaðarhlíð 43. Þar er félagsmiðstöð velferðarsviðs, sem er öllum opin.  Íbúðir á vegum samtakanna eru nú 453 víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Tölvumynd af fyrirhuguðum húsum við Austurhlíð.