Skólabörnum fækkar í miðborginni þrátt fyrir þéttingu byggðar

Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Árið 2006 voru nemendur í Austurbæjarskóla 562, árið 2017 voru þeir 416.

Þetta segir Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og segir þetta sýna að gífurleg þétting byggðar í miðborginni sé ekki að nýtast venjulegu fólki eða barnafjölskyldum.

„Þetta er að gerast þrátt fyrir gríðarlega uppbyggingu í miðbænum, það er nokkuð ljóst að barnafólk er ekki að flykkjast í þessar íbúðir. Nú ætti Reykjavíkurborg að fara að endurskoða innviðagjöld og byggingarréttargjald sem leggjast ofan á verð þeirra íbúða sem byggðar eru í Reykjavík. Það er greinilegt að þétting byggðar á þessum dýru svæðum hefur mistekist,“ segir Valgerður.