Skorar á kjósendur að fylgja Ólafi og Karli Gauta yfir í Miðflokkinn

Kjós­end­ur Flokks fólksins eiga flokk­inn með mál­efn­un­um, sem flutt eru hverju sinni af tals­mönn­um flokks­ins, en ekki formaður flokks­ins, Inga Sæland. Fyrrverandi varaformaður flokksins og einn stofnenda, Séra Halldór Gunnarsson í Holti, skorar á kjósendur flokksins að fylgja þeim Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni „til áfram­hald­andi bar­áttu inn­an Miðflokks­ins fyr­ir góðum mál­efn­um til hags­bóta fyr­ir land og þjóð.“

Þetta kemur fram í aðsendri grein Halldórs í Morgunblaðinu í dag. Hann bendir á að þau Inga hafi verið formaður og varaformaður Flokks fólksins. Þau hafi náð 3,5% fylgi í kosningunum haustið 2016 og fjár­mögn­un til að greiða skuld­ir fram­boðsins og mögu­leika á áfram­hald­andi starfi. 

„Þegar boðað var til kosn­inga ári síðar, taldi ég nauðsyn­legt að styrkja fram­boðið með sterk­um og vel kynnt­um ein­stak­ling­um til fram­boðs og beitti ég mér fyr­ir því að fá til liðs við okk­ur dr. Ólaf Ísleifs­son hag­fræðing og Karl Gauta Hjalta­son, fyrr­ver­andi sýslu­mann í Vest­manna­eyj­um, sem leiddu lista flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður og í Suður­kjör­dæmi. 

Við Ólaf­ur unn­um sam­an áherslu­atriði flokks­ins í kosn­inga­bæklingn­um og náði flokk­ur­inn mjög góðum ár­angri í kosn­ing­un­um eða 6,9% at­kvæða. Allt gerðist þetta með góðri frammistöðu fram­bjóðenda og góðs kosn­inga­stjóra Edith­ar Al­vars­dótt­ur og mjög margra dyggra stuðnings­manna og sér­stakri frammistöðu for­manns flokks­ins í sjón­varp­inu kvöldið fyr­ir kosn­ing­ar, með sínu „út­spili“. Karl Gauti náði hæsta at­kvæðahlut­falli af þeim fjór­um, sem kjörn­ir voru alþing­is­menn, með 8,9% at­kvæða,“ segir hann.

Sinntu vel þingstörfum

„Við upp­haf þingstarfa var Ólaf­ur kos­inn þing­flokks­formaður og Karl Gauti til vara. Lögðu þeir fram vönduð laga­frum­vörp, þings­álykt­an­ir og fyr­ir­spurn­ir til ráðherra, svo eft­ir var tekið. Leyfi ég mér að full­yrða að frum­vörp Ólafs um tang­ar­sókn gegn verðtrygg­ing­unni, lykla­frum­varp og hækk­un skatt­leys­is­marka í 300 þús kr. á mánuði, hafi verið þýðing­ar­mestu mál þings­ins fyr­ir þá sem verst eru sett­ir. Kostnaðar­auki við hækk­un skatt­leys­is­marka var lítið hærri en fram­komn­ar skatta­lækk­un­ar­til­lög­ur Sjálf­stæðismanna á milli­tekj­ur. 

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Viljinn: Rúnar Gunnarsson.

Sat ég marga þing­flokks­fundi og varð aldrei var við annað, en að þing­flokk­ur­inn starfaði sam­an ein­huga. Rætt var um mál­flutn­ing og fólk boðað til fund­ar við þing­flokk­inn, til að fylgja eft­ir bar­áttu­mál­um ör­yrkja og þeirra eldri borg­ara, sem verst eru sett­ir. Auk þessa mættu þing­menn­irn­ir á sunnu­dags­fund­um flokks­ins í „vöfflukaffið“ og fræddu fund­ar­menn um þing­störf­in og svöruðu fyr­ir­spurn­um. Karl Gauti gaf út „Vöfflu­frétt­ir“, lítið frétta­blað um þing­störf­in, sem hann af­henti á þess­um fund­um, sem fund­ar­menn biðu spennt­ir eft­ir að fá. 

Á lands­fundi flokks­ins 8.-9. sept­em­ber sl. báru þess­ir tveir þing­menn uppi mál­efn­a­starfið. Ólaf­ur hafði fram­sögu fyr­ir stjórn­mála­álykt­un flokks­ins og álykt­un efna­hags- og ut­an­rík­is­nefnd­ar og Karl Gauti hafði fram­sögu fyr­ir álykt­un alls­herj­ar­nefnd­ar. Þess­ar álykt­an­ir má lesa á heimasíðu Flokks fólks­ins. Hinir þing­menn flokks­ins störfuðu einkum í vel­ferðar­nefnd. Eng­in álykt­un frá störf­um þeirr­ar nefnd­ar var birt á heimasíðunni,“ bætir Halldór við.

Klaust­urs­málið

„Ólög­leg upp­taka 20. nóv­em­ber sl. á veit­inga­húsi, sem kom fram átta dög­um síðar, nær sam­hljóða í upp­töku á þrem­ur fjöl­miðlum, klippt og valið út, það sem ósmekk­leg­ast var frá tveim­ur ölvuðum mönn­um, en sleppt flestu öðru, sem kom frá hinum, ótíma­sett hvenær talað var og hverj­ir væru þá viðstadd­ir. Sex þing­menn sak­felld­ir og þing­for­seti, sem bað síðan af­sök­un­ar á fram­ferði þeirra allra, óháð því hvað menn sögðu eða þögðu. Ég hef áður greint frá því hvers vegna þing­menn Flokks fólks­ins voru þarna. Þeim hafði m.a. ofboðið siðleysi for­manns flokks­ins, sem vildi hafna mót­töku hækkaðra fjár­fram­laga til stjórn­mála­flokka en um leið að taka við þeim fjár­mun­um fyr­ir hönd flokks­ins. Eft­ir þá uppá­komu sem þar varð, hittu þeir Miðflokks­menn að lokn­um mál­flutn­ingi á þingi, á um­ræddu veit­inga­húsi, þar sem ekk­ert var eft­ir þeim haft til hnjóðs og því síður að þeir ætluðu að ganga til liðs við Miðflokk­inn. Af þessu óljósa til­efni var þeim vikið úr Flokki fólks­ins af for­manni og meiri­hluta í sjö manna stjórn. Slík­ur brottrekst­ur úr flokki á sér ekki for­dæmi í lýðræðis­ríki! 

Fyr­ir ein­dregna áeggj­an skrif­stofu­stjóra Alþing­is sögðu þeir sig úr þing­flokkn­um. Ég tel að skrif­stofu­stjór­inn hafi þar farið út fyr­ir sitt starfs­svið og skjöplast í túlk­un sinni á þing­skap­ar­lög­um. Eng­inn gat rekið þá úr þing­flokkn­um, aðeins meiri­hluti þing­flokks­ins sjálfs, sem var ekki fyr­ir hendi í þessu til­viki. Síðan ger­ist það, að þing­for­seti úti­lok­ar þessa tvo þing­menn frá umræðu í upp­hafi þing­fund­ar eft­ir jóla­leyfi, þrátt fyr­ir að þeir hafi fengið boð skrif­stofu­stjóra um þátt­töku og svarað því já­kvætt. 

Sókn­ar­færið

Við þess­ar aðstæður taldi ég ein­sýnt að góð mál­efna­bar­átta þeirra ynn­ist ekki utan flokka og því síður með stuðningi tveggja þing­manna Flokks fólks­ins. Þegar þing­for­seti hafnaði því að dr. Ólaf­ur Ísleifs­son fengi að tala fyr­ir hönd tveggja þing­manna utan flokka, með þeirri skýr­ingu að hon­um hefði ekki borist ósk­ir um það, þá óskaði ég eft­ir fundi með for­manni Miðflokks­ins, Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, til að ræða um hugs­an­lega komu þess­ara þing­manna til Miðflokks­ins með þau mál, sem þeir hefðu flutt á lands­fundi flokks­ins. Að lokn­um tveim­ur fund­um full­vissaði Sig­mund­ur mig um að þess­um mál­um yrði fylgt eft­ir af Miðflokkn­um, kæmu þeir til liðs við flokk­inn. 

Dr. Ólafur Ísleifsson alþingismaður utan flokka. / Viljinn: Rúnar Gunnarsson.

Í fram­haldi fór ég á sunnu­dags­fund 3. fe­brú­ar hjá Flokki fólks­ins til þess að kanna mögu­leika á því að brott­vikn­ing þeirra yrði dreg­in til baka. En umræða þar bar eng­an ár­ang­ur. Því átti ég fundi með þeim Ólafi og Karli Gauta, þar sem ég hvatti þá til að ganga til liðs við Miðflokk­inn og und­ir­búa það með kjós­end­um sín­um að þeir myndu hefja nýja sókn með þeim flokki. Þeir tóku mis­vel und­ir það. Karl Gauti sagðist aldrei hafa hugsað sér annað en að vinna fyr­ir Flokk fólks­ins að þeim mál­um sem hann hefði borið fram og talað fyr­ir. Niðurstaða þeirra varð fyrst ljós 20. fe­brú­ar sl. um að þeir myndu vilja hefja nýja sókn með Miðflokkn­um á grund­velli sam­komu­lags um mál­efn­in.

Kjós­end­ur flokks­ins eiga flokk­inn með mál­efn­un­um, sem flutt eru hverju sinni af tals­mönn­um flokks­ins, en ekki formaður flokks­ins. Ólaf­ur og Karl Gauti hafa ein­arðlega í ræðum og blaðagrein­um fylgt eft­ir bar­áttu­mál­um flokks­ins og því vil ég skora á kjós­end­ur flokks­ins, að fylgja þess­um tveim­ur frá­bæru þing­mönn­um til áfram­hald­andi bar­áttu inn­an Miðflokks­ins fyr­ir góðum mál­efn­um til hags­bóta fyr­ir land og þjóð.

Kjós­end­ur flokks­ins eiga flokk­inn með mál­efn­un­um, sem flutt eru hverju sinni, en ekki formaður flokks­ins. Ólaf­ur og Karl Gauti hafa fylgt eft­ir bar­áttu­mál­um flokks­ins. Fylgj­um þeim til þeirr­ar bar­áttu,“ segir séra Halldór í Holti ennfremur.