Söguleg atkvæðagreiðsla um 3. orkupakkann — bein textalýsing

10:30

Atkvæðagreiðsla er að hefjast á þingi um eitt umdeildasta deilumál seinni ára í íslenskum stjórnmálum — þriðja orkupakkann. Ekkert mál hefur fengið meiri og lengri umræðu í sölum þingsins og nú er loks komið að því að meirihlutinn ráði og atkvæði falli.

10:32

Tilkynnt um komu varamanna inn í þingið. Athygli vekur, að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins, kallar inn varamann. Þetta er gríðarlega umdeilt mál innan flokksins, sem m.a. krafðist undanþágu orkupakkanum á miðstjórnarfundi. Því kann að vera pólitískt sniðugt hjá formanni Framsóknarflokksins að vera fjarverandi þegar atkvæði eru greidd. Hvort það dugar til að sefa reiði margra flokksmanna, er svo annað mál.

10.36

Fjörið er byrjað. Gestur á þingpöllum kallar niður í salinn og brigslar þingmönnum um landráð. Við getum gefið okkur að hann sé ekki hlynntur orkupakkanum. Forseti biður gesti að hafa hljótt á þingpöllum.

10.40

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, fagnar því að orkupakkinn sé kominn í atkvæðagreiðslu og segir hann í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins.

10.44

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, styður orkupakkann og flokkur hennar og lýsir því með yfirlýsingu.

10.50

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segist vera á móti samþykktinni.

10.52

Það hvernig þingmenn greiða atkvæði hér í dag mun ekki gleymast, segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Hann er á móti málinu eins og flokkur hans, eins og allir eru væntanlega meðvitaðir um.

10.56

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata og Þorgerður Katrín, bregðast illa við ummælum Sigmundar Davíðs. Þorgerður Katrín segir andstöðu Miðflokksins við málið hafa byggst á dylgjum og sakar hann um pólitíska rányrkju sem sé gerð til að ala á ótta og sundrungu og tilgangurinn sé svo að ná völdum.

10.59

Þeir sem samþykkja þriðja orkupakkann í dag munu reisa sjálfum sér níðstöng sem lengi verður minnst, segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. Hann uppsker klapp frá gestum á þingpöllum.

11.00

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir margt gott hafa komið út úr umræðunni, t.d. hafi athyglin beinst að hagsmunagæslu okkar Íslendinga gagnvart EES-samningnum. Hann segir orkupakkann fullræddan og styður málið.

11.02

Nafnakall að hefjast

Helgi Hrafn Gunnarsson: já, Inga Sæland: nei, Jón Gunnarsson: já, Jón Þór Ólafsson: nei, Jón Steindór Valdimarsson: já, Karl Gauti Hjaltason: nei, Katrín Jakobsdóttir: já, Orri Páll Jóhannsson: já, Kristján Þór Júlíusson: já, Lilja Alfreðsdóttir: já, Lilja Rafney Magnúsdóttir:já, Líneik Anna Sævarsdóttir: já, Logi Einarsson: já, Njáll Trausti Friðbertsson: já, Oddný G. Harðardóttir: fjarvist, Ólafur Þór Gunnarsson: já, Ólafur Ísleifsson: nei, Óli Björn Kárason:já, Páll Magnússon: já, Rósa Björk Brynjólfsdóttir: já, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: nei, Sigríður Á. Andersen: já, Ásgerður K. Gylfadóttir: já, Sigurður Páll Jónsson: nei, Jóhann Friðrik Friðriksson: já, Smári McCarthy: já, Ingibjörg Þórðardóttir: já, Álfheiður Ingadóttir:já, Svandís Svavarsdóttir: já, Unnur Brá Konráðsdóttir: já, Willum Þór Þórsson: já, Þorgerður K. Gunnarsdóttir: já, Þorsteinn Sæmundsson: nei, Þorsteinn Víglundsson: já, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir: já, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir: fjarverandi, Þórarinn Ingi Pétursson: já, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir: fjarverandi, Andrés Ingi Jónsson: já, Þorgrímur Sigmundsson: nei, Ari Trausti Guðmundsson: já, Ágúst Ólafur Ágústsson: já, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: já, Ásmundur Einar Daðason: já, Ásmundur Friðriksson: nei, Bergþór Ólason: nei, Birgir Ármannsson: já, Birgir Þórarinsson: nei, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir:já, Bjarni Benediktsson: já, Björn Leví Gunnarsson: já, Bryndís Haraldsdóttir: já, Brynjar Níelsson:já, Guðlaugur Þór Þórðarson: já, Jónína Björk Óskarsdóttir: nei, Guðmundur Andri Thorsson: já, Gunnar Bragi Sveinsson: nei, Halla Signý Kristjánsdóttir: já, Halldóra Mogensen: já, Hanna Katrín Friðriksson: já, Haraldur Benediktsson: já, Helga Vala Helgadóttir: fjarverandi, Guðjón S. Brjánsson: já

11.29

Þá liggur það fyrir, sem búist var við. Þriðji orkupakkinn er samþykktur sem þingsályktunartillaga með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða þingmanna.

Já sögðu 46. Nei sögðu 13. Einn þingmaður var með fjarvistarleyfi og þrír voru fjarverandi.

11.35

Athygli vekur að Ásmundur Einar Daðason, ráðherra Framsóknarflokksins, var fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.

11.40

Hér er frétt um atkvæði Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og atkvæðaskýringu hans.