Heimsbyggðin fylgist agndofa og sorgmædd með Notre Dame kirkjunni í París í ljósum logum, enda ein þekktasta bygging veraldar með óteljandi menningarverðmæti innandyra.
Notre Dame er oft nefnd Maríukirkjan á íslensku, hún er dómkirkja í París, helguð Maríu mey. Kirkjan, sem er einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna í Evrópu, með 13 milljón gesta árlega, var reist á árunum 1163 til 1345, og stendur á eystri hluta Île de la Cité í París.
Byggð á miðöldum og er talin vera gott dæmi um gotneskan arkitektúr. Kirkjan geymir marga mikilvæga trúargripi, meðal annars flís sem á að vera úr krossinum sem Jesú var krossfestur á, nagla úr krossfestingunni og þyrnikórónuna sem var á höfði Jesú.
Fylgjast má með fréttum af brunanum í beinni útsendingu hér að neðan.