Spiked: Hrollvekjandi hræsni í kjölfar voðaverka

Hvernig hinir pólitískt réttþenkjandi hafa notfært sér voðaverkið í Christchurch á Nýja-Sjálandi er merki um nýtt met í lágkúru, segir ritstjóri breska stjórnmálaritsins Spiked, Brendan O´Neill, í nýrri forystugrein.

 Hann segir marga vestræna fjölmiðla og umræðuna hafa náð nýjum lægðum. Ásakanirnar sem notaðar hafa verið í eftirleik fjöldamorða rasista á Nýja-Sjálandi séu í senn afar truflandi og hrollvekjandi.

Lík hinna 50 myrtu múslima í Christchurch hafa varla náð að kólna, áður en ýmsir álitsgjafar, róttæklingar og frjálslyndir vinstrimenn hafi byrjað að benda fingrum og uppnefna fólk sem það álítur hafa „undirbúið jarðveginn“ fyrir voðaverknaðinn. Svo virðist sem þeir eigi að vera allir frá „öfgahægri“ gösprurum til hvaða pistlahöfundar á almennum fjölmiðlum sem er, sem hafa vogað sér að svo mikið sem anda í áttina að róttæku Íslam.

„Við sjáum nú grimmilega notkun á hinni villimannslegu árás til þöggunar, til að jafna pólitískar deilur, og jafnvel í sumum tilfellum, persónulegan ágreining. Að nota hina nýföllnu, á þennan hátt, til að undirstrika smásálarlegan pólitískan áróður sinn, er stjórnlynd og siðlaus hegðun,“ segir ritstjórinn.

Einmitt þannig áttum við ekki að hugsa

„Það sem stingur í augun eftir þetta voðaverk á Nýja Sjálandi, er að þessir sömu álitsjafar hafa brýnt fyrir fólki að gera einmitt ekki þetta, þegar árásir íslamskra hryðjuverkamanna hafa átt sér stað í Evrópu og Bandaríkjunum, t.d. þegar 86 manns voru keyrðir niður af tíu tonna trukki í Nice í Frakklandi eða þegar 90 rokktónleikagestir voru skotnir á Bataclan í París, eða þegar ungar stúlkur og foreldrar þeirra voru sprengd á Manchester íþróttavellinum — leiðbeiningar góða fólksins hafa verið hinar sömu í hvert sinn.

Brendan O´Neill, ritstjóri Spiked.

Ekki reiðast, ekki magna upp hryðjuverkaógnina, hafa þau sagt. Ekki voga ykkur að benda á að bækur eða hugmyndafræði, hvort sem um sé að ræða Kóraninn eða bæklinga sem eru í dreifingu hjá vafasömum moskum, hafi hvatt til árásanna.

„Þessir morðingjar koma Islam ekkert við,“ hljómar eins og biluð plata í hvert sinn. Að hlutverk almennings sé reiðistjórnun, láta umræðuna bíða, leggja niður blóm og kransa og halda áfram með lífið eins og venjulega. „Lít ei reiður um öxl,“ var spilað eftir atvikið í Manchester.“

Reiðinni boðið upp í dans

En ritstjórinn segir að nú hafi reiðinni verið boðið upp í dans.

„Nú er fólki sagt að það verði að finna eldiviðinn sem varð kveikjan að voðaverki illmennisins, fordæma og ritskoða. Nú er fólki sagt að það verði að skipuleggja sig gegn nýfasisma. Eftir hryðjuverk íslamista voru leiðbeiningarnar frá sjálfskipuðum siðapostulunum um að fólk skyldi ekki hugsa um pólitíkina og syrgja.

Núna er tónninn annar, nú skal taka hryðjuverkin alvarlega og mótmæla gegn hatrinu. Nú þegar hefur verið mótmælt í London gegn íslamsfóbíu og í dag áttu að vera mótmæli við skrifstofur fjölmiðlanna The Times og The Sun, slíkt er brjálæði og þöggunartilburðir hinna hrollvekjandi tækifærisinna Nýja-Sjálands árásarinnar, í garð fjölmiðla.

Óhugnanlegast er að horfa upp á hvernig brugðist er við eins og hjá stjórnendum alræðisríkja, sem svöruðu erfiðum uppákomum með að því leita að bókmenntum eða hugmyndum til að sakast við, og nú er verið að leita uppi pistlahöfunda og talsmenn stjórnmálastefna til að gera að sökudólgum.

Verið er að skrifa upp lista með nöfnum þeirra sem hafa gagnrýnt Islam, og eru þeir nú sakaðir um að hafa blóð á höndum sínum. Allir þeir sem ákveðið hefur verið að passi ekki inn í rétthugsunarkassann.

Hræsnin er sláandi. Ekki á að meðhöndla öll hryðjuverk jafnt. Hinir réttlátu eru mun reiðari yfir þessum voðaatburði en þeir hafa nokkurn tíman verið yfir fjöldamorðum Íslamista.“

Fasismi eða ekki fasismi

„Fyrir þeim var morð á 86 manns, sem voru að fagna fæðingu lýðræðisins í Frakklandi, enginn fasismi, og engin mótmæli voru skipulögð þá. Þeim finnst árásin á Nýja-Sjálandi vera sönnun um vaxandi öldu haturs, en hafa aldrei sagt neitt þvíumlíkt við því að um 500 Evrópubúar hafi verið drepnir af 7. aldar sértrúarsöfnuði morðingja sl. fimm ár.

Hinni frjálslyndu vinstri elítu fannst engin ástæða til að gera neitt veður út af því ofbeldi. Hinsvegar fannst þeim rétt að kalla alla sem létu í ljós andstöðu við voðaverk íslamskra hryðjuverkamanna, sama hvort það var fótboltalið sem mótmælti, eða venjulegt fólk sem reiddist opinberlega yfir massainnflytjendastefnu stjórnvalda, boðbera haturs.

En hversvegna er þetta tvöfalda siðgæði? Hví ætti fólk að mótmæla nú en ekki vegna voðaverkanna í París, Nice, Toulouse, Berlín, Brussel, Barcelona, Stokkhólmi, Turku, Manchester og í London?

Fjöldamorðinn í Christchurch sem drap 50 manns, leiddur fyrir dómara.

Hinir pólitískt rétthugsandi eru seinir til vandræða þegar morðingjarnir eru íslamistar. Þeir gera þannig upp á milli mannslífa, með því að meta það kalt, í hvaða tilfellum hörð viðbrögð þeirra muni hjálpa þeim í ímyndarpólitíkinni sinni eða ekki. Þeir meta hvort að árásirnar styðji við málflutning sem þeir nota til að þagga niður í öðrum, um meintan rasisma og íslamsfóbíu, en hann nota þeir til að berja á allt frá fólki sem hefur áhyggjur af massainnflytjendastefnu stjórnvalda, til þeirra sem gagnrýna notkun á orðinu íslamsfóbía við hvaða tilefni sem er.

Öll mannslíf eru ómetanleg, og þegar eitt og einasta saklaust líf er tekið í tilgangslausu grimmdarverki, þá er það ólýsanlegur hryllingur. Við ættum alltaf að bregðast við með reiði og andstyggð og vera frjáls til að viðhafa kjarnyrta og hreinskilna umræðu um, hversvegna svo ólýsanlegt ofbeldi fær að viðgangast, í hvert einasta skipti sem það á sér stað,“ segir ritstjóri Spiked.