Þingflokkur Miðflokksins kom saman í hádeginu í dag í fyrsta sinn frá því tveir þingmenn utan flokka gengu til liðs við hann fyrir helgi.
Þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, sem kosnir voru á þing fyrir Flokk fólksins, en svo reknir úr honum fyrir jól, hafa nú gengið í Miðflokkinn sem þá er orðinn þriðji stærsti flokkurinn á þingi og sá stærsti innan stjórnarandstöðunnar.
Gunnar Bragi Sveinsson er áfram formaður Þingflokks Miðflokksins, en gefið hefur verið út, að flokkurinn vilji endurskoða skipan í nefndir og ráð á vegum þingsins í ljósi breyttra valdahlutfalla.