Starfsmaður reyndi að komast inn í yfirgefið hús: Fréttastofa RÚV biðst afsökunar

Viljanum hefur borist svofelld yfirlýsing frá Heiðari Má Sigurfinnssyni, fréttastjóra RÚV:

Starfsmaður RÚV sást í dag á öryggismyndavél reyna að komast inn í yfirgefið hús og leita að lyklum að læstum dyrum.

Fréttastofa RÚV harmar þetta atvik og biður íbúa hússins og alla Grindvíkinga innilegrar afsökunar á því.

Fréttamenn RÚV hafa kappkostað að fjalla um atburðina í Grindavík af virðingu fyrir íbúum og eigum þeirra, og vinnubrögðin sem sjást á myndskeiðinu eru ekki í anda vinnureglna eða þess anda sem fréttastofan starfar í.

Við höfum rakið atvikið til misskilnings og óðagots á vettvangi, en munum í kjölfarið fara yfir verkferla okkar og vinnureglur og brýna fyrir öllum þeim sem fara á vettvang að virða einkalíf og eigur Grindvíkinga, og valda þeim ekki meiri óþægindum eða sorg en þeir upplifa fyrir.

Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri.