Stjórnendur Gamanferða snúa aftur í ferðageirann með Komdu með

Þór Bæring Ólafsson og Bragi Hinrik Magnússon eru eigendur Komdu með.

Þór Bæring Ólafsson og Bragi Hinrik Magnússon, mennirnir á bak við ferðaskrifstofuna Gamanferðir hafa opnað nýja ferðaskrifstofu sem tekur formlega til starfa í dag.

Gamanferðir hættu sem kunnugt er rekstri í kjölfar gjaldþrots WOW air. Ferðaskrifstofan fór ekki í þrot, en ferðaskrifstofuleyfinu var skilað inn þar sem rekstrarforsendur voru brostnar með falli stærsta samstarfsaðila ferðaskrifstofunnar, sem jafnframt var einn af eigendunum.

Þór Bæring segir að samstarfsaðilar nýju ferðaskrifstofunnar séu fjölmargir, þar á meðal mörg flugfélög, íslensk og erlend og undirbúningur hafi staðið yfir undanfarna mánuði.

„Við erum með fótboltaferðir, tónleikaferðir, borgarferðir, sérferðir, hópaferðir og árshátíðarferðir fyrirtækja svona meðal annars í boði,“ segir hann.

Nánari upplýsingar er að finna á www.komdumed.is.