Stóraukinn stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn og ríkisstjórnina

Viljinn: Erna Ýr Öldudóttir.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 27,4%, sex prósentustigum meira en í könnun MMR sem gerð var í seinni hluta febrúar. Óvissuástand vegna Kórónaveirunnar og fyrstu aðgerðir stjórnvalda af þeim sökum virðast styrkja flokkinn í sessi, en hinir stjórnarflokkarnir Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn standa því sem næst í stað.

Í nýrri könnun MMR, sem birt var í dag, mældust Samfylkingin með 14,7% fylgi og Píratar með 10,2% fylgi, svipað og við síðustu mælingu. Þá mældist Miðflokkurinn með 10,0% fylgi, tveimur og hálfu prósentustigi minna en við síðustu mælingu.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 52,9% og hækkar um rúm fjórtán prósentustig frá síðustu könnun, þar sem stuðningur mældist 38,8%.

Það rímar við ýmsar kenningar stjórnmálafræðinnar um að óvissuástand og krísur styrki stjórnvöld jafnan í sessi, að minnsta kosti tímabundið.

  • Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 27,4% og mældist 21,3% í síðustu könnun.
  • Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 14,7% og mældist 15,4% í síðustu könnun.
  • Fylgi Pírata mældist nú 10,2% og mældist 10,7% í síðustu könnun.
  • Fylgi Miðflokksins mældist nú 10,0% og mældist 12,6% í síðustu könnnun.
  • Fylgi Vinstri grænna mældist nú 9,8% og mældist 9,9% í síðustu könnun.
  • Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,7% og mældist 10,5% í síðustu könnun.
  • Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 8,1% og mældist 7,4% í síðustu könnun.
  • Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 4,7% og mældist 4,7% í síðustu könnun.
  • Fylgi Flokks fólksins mældist nú 3,7% og mældist 4,8% í síðustu könnun.
  • Stuðningur við aðra mældist 1,7% samanlagt.
2003 Fylgi