Stórkostleg tíðindi frá Bretlandi: Bólusetning hefst í næstu viku gegn COVID-19

Tíðindin sem breski forsætisráðherrann Boris Johnson og Matt Hancock heilbrigðisráðherra fluttu landsmönnum í morgunsárið voru ekkert minna en stórkostleg: Bretland er fyrsta landið til að samþykkja bóluefnið sem Pfizer/BioNTech hefur þróað og munu markvissar bólusetningar gegn kórónaveirunni hefjast í næstu viku.

Breska lyfjaeftirlitið segir að öruggt sé að hefja umfangsmestu bólusetningu í sögu landsins í næstu viku, þar sem rannsóknir staðfesti að bóluefnið gefi allt að 95% vörn gegn veirunni.

Samkvæmt fyrirliggjandi forgangsröðun verður byrjað á viðkvæmustu hópunum; eldri borgurum og fólki með langvinna sjúkdóma ásamt framlínufólki.

Aldrei áður í sögunni hefur bóluefni verið þróað á jafn skömmum tíma, eða tíu mánuðum. Hingað til hefur jafnan verið miðað við að slíkt geti tekið allt að tíu árum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.