Stórtíðindi hafa orðið með tilkomu rafmyntarinnar Libra

Stórtíðindi urðu í tækni- og viðskiptaheiminum í dag með því að nokkur af stærstu fyrirtækjum heims hafa í sameiningu ákveðið að gefa út sína eigin rafmynt. Rafmyntin kallast Libra og kemur út áratug eftir að Bitcoin var kynnt til sögunnar.

Að baki Libra standa 28 fyrirtæki, þ.á m. PayPal, Mastercard, Visa og Facebook sem mun gefa hana út á samskiptaforritinu WhatsApp, Messenger og fleiri smáforritum til að gera fólki kleift að eyða og taka við peningum með símanum. „Tæknin hefur gert flest auðveldara, nema peninga“, segir í myndbandi þar sem Libra rafmyntinn er kynnt til sögunnar. „1,7 milljarðar manna hafa ekki aðgang að greiðslukerfum. Það eru 31% allra í heiminum. Peningamillifærslur eru hægar. Millilandagreiðsla tekur 3-5 vinnudaga og kostnaður við þær er hár.“

Með Libra á að útrýma þessum hindrunum venjulegra ríkisgjaldmiðla, um leið og á að leysa vandamál sem hafa komið í veg fyrir að fólk byrji að nota aðrar rafmyntir í stórum stíl. Verkefnis- og þróunarstjóri Libra, David Marcus, kvað markmið hinnar nýju rafmyntar vera að skapa „einfalda, alþjóðlega mynt og fjármálainnviði til að hjálpa milljörðum manna.“ Nýleg skýrsla frá rafmyntagjaldeyrismarkaðinum Luno í London, gefur til kynna að ný alþjóðleg rafmynt gæti lagað þær brotalamir sem bæði ríkisgjaldmiðlar eins og Bandaríkjadollar og eldri rafmyntir eins og Bitcoin hafa.

Könnun um „Framtíð peninga“ sýnir að markaðir í þróun yrðu fljótari að laga sig að nýjum gjaldmiðli á borð við Libra en þróuð ríki. „Rannsókn okkar sýnir að á þessum mörkuðum er fólk fjárhagslega útsjónarsamara vegna þess að þau verða að vera það. Þau munu verða fljótari að sjá kostina við hina nýju rafmynt,“ er haft eftir forstjóra Luno, Marcus Swanepoel. „Ef rafmynt getur boðið öryggi og ódýrari viðskipti en hefðbundnir gjaldmiðlar, þá mun hún verða notuð.“

Uppáþrengjandi og hættuleg þróun

Yfir tveir milljarðar manna í heiminum nota samskiptaforrit í eigu Facebook. Margir hafa fagnað möguleikunum með Libra, á meðan aðrir eru tortryggnir gagnvart þessum fyrirætlunum. Ólíkt bitcoin, þá er verðmæti Libra fest við myntkörfu til að koma í veg fyrir verðsveiflur – sem er ein aðalástæðan fyrir því að fólk hefur verið hikandi við að byrja að nota bitcoin. Þrátt fyrir að mörg fyrirtæki á markaði taki við bitcoin, þá er algengara að nota hana í sparnað eða spákaupmennsku. 

Þetta er þó ekki fyrsta traustmyntin (e. stablecoin) sem Goldman-Sachs fjármagnar útgáfu á, en margir fleir hafa reynt að búa til slíkar rafmyntir til að koma í veg fyrir verðsveiflur. Þessi útgáfa þykir þó sú stærsta og metnaðarfyllsta fram að þessu. Útgáfa Libra er á ólgutímum Facebook, einungis ári eftir Cambridge Analytica skandalinn þar sem persónuupplýsingar tugmilljóna notenda voru misnotaðar.

Allar götur síðan hefur tæknirisinn orðið að fást við röð upplýsingaleka sem hefur grafið undan trausti fyrirtækisins. Gagnrýnendur á sviði rafmynta segja þátttöku Facebook verða í algerri andstöðu við upphaflegan tilgang bitcoin, sem var m.a. að vernda persónufrelsi og friðhelgi einkalífs notendanna.

Um enn eitt skrefið í þá átt að ná alræði yfir persónuupplýsingum og lífi notenda sé að ræða.